Kylfingurinn skrautlegi, John Daly, hefur ákveðið að snúa aftur til Ástralíu og taka þátt í tveimur mótum í landinu.
Daly hefur lent í skrautlegum uppákomum í Ástralíu og sagðist aldrei ætla að fara aftur til landsins vegna neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar.
Fæstir hafa líklega gleymt því er Daly henti myndavél áhorfanda í tré fyrir tveim árum síðan.
Hann var síðan rekinn úr móti í landinu árið 2002 er hann kastaði pútternum sínum ofan í vatn og neitaði síðan að skrifa undir skorkortið sitt.