Erlent

Vopnahlé í Darfur

Omar al-Bashir.
Omar al-Bashir. MYND/AP

Forseti Súdans, Omar al-Bashir hefur skrifað undir vopnahléssamning við JEM, helsta uppreisnarhópinn á Darfur svæðinu en þar hafa menn tekist á með skelfilegum afleiðingum fyrir almenna borgara síðustu árin.

Vopnahléð tekur gildi í kvöld en annar af tveimur stærstu uppreisnarhópunum hefur neitað að taka þátt í viðræðunum.

Ban ki-Moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur fagnað samkomulaginu og segir það mikilvægt skref í átt að friði í þessu stríðshrjáða héraði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×