Íslandsbanki kvartaði til FME vegna hótana slitastjórnar Glitnis Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. október 2010 18:40 Slitastjórn Glitnis hótaði starfsmönnum Íslandsbanka uppsögn ef þeir yrðu ekki samvinnuþýðir við skýrslutöku í yfirheyrsluherbergi slitastjórnarinnar. Málið var rætt innan stjórnar Íslandsbanka og Fjármálaeftirlitinu tilkynnt um þetta þar sem um ólöglegt athæfi er að ræða. Í þessu herbergi slitastjórnar Glitnis í Sóltúni hafa fulltrúar slitastjórnar og erlendir ráðgjafar og lögmenn þeirra tekið skýrslur af fyrrverandi starfsmönnum Íslandsbanka í tengslum við málshöfðun sem þrotabú Glitnis réðst í gegn gegn fyrrverandi hluthöfum bankans, stjórnendum og viðskiptafélögum þeirra fyrir dómstólum í New York. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar, sagði í samtali við fréttastofu í febrúar síðastliðnum að mörgum sem sætt höfðu skýrslutöku í yfirheyrsluherberginu hefði verið brugðið. „Menn hafa átt erfiðar stundir hérna," sagði Steinunn þá í viðtali sem var tekið inni í yfirheyrsluherberginu. Vakti mikinn ugg meðal starfsfólks Íslandsbanka Nú er svo komið Íslandsbanki hefur tilkynnt Fjármálaeftirlitinu óeðlieg og ólögeg afskipti slitastjórnarinnar af starfsfólki bankans. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðu starfsmenn slitastjórnarinnar og erlendir ráðgjafar þeirra mjög hart að starfsfólki Íslandsbanka að það ynni með slitastjórninni vegna málshöfðunar þrotabúsins í New York og í einhverjum tilvikum var starfsfólki gerð grein fyrir því að ef það yrði ekki samvinnuþýtt gæti það haft áhrif á störf þeirra hjá Íslandsbanka, en var orðið hótun notað í þessu samhengi. Vakti þetta mikinn ugg meðal starfsfólksins og samkvæmt heimildum fréttastofu innan stjórnar Íslandsbanka var málið sérstaklega rætt þar og var stjórnendum bankans gerð grein fyrir því að koma þeim tilmælum til starfsfólks að skýrslutaka hjá Glitni hefði ekki áhrif á störf þeirra fyrir bankann. Málið er litið alvarlegum augum því samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki var eignarhaldinu á Íslandsbanka sérstaklega stillt upp eins og sést á þessari skýringarmynd til þess að erlendir kröfuhafar Glitnis gætu ekki skipt sér af rekstri hans eða haft áhrif á starfsfólk, en FME þarf að staðfesta stjórnarmenn í Íslandsbanka og hinn formlegi eigandi er ISB Holding, sem er dótturfélag þrotabúsins. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, sagði í samtali við fréttastofu í dag að í þeim tilvikum sem fólk hefði neitað að gefa skýrslu þá hefði slitastjórnin gert athugasemdir við það. Hún sagðist ekki skilja hvers vegna sumir starfsmenn hefðu ekki viljað veita upplýsingar, en sagðist ekki kannast við neinar hótanir. „Við höfum lýst þeirri skoðun okkar bæði gagnvart FME og Íslandsbanka og okkur finnist eðlilegt að viðkomandi aðilar, hvort sem þeir eru enn í vinnu hjá Íslandsbanka eða ekki, að þeir gefi okkur upplýsingar. Við erum ekki í nokkurri stöðu til að segja Íslandsbanka fyrir verkum, en við getum hins vegar haft skoðun á málinu. Í allflestum tilvikum höfum við fengið mjög góð viðbrögð frá starfsfólki Íslandsbanka hvað varðar upplýsingagjöf," segir Steinunn. Hún sagði að í tveimur tilvikum hefði stjórn Íslandsbanka verið tilkynnt að starfsfólk hefði ekki verið samvinnuþýtt. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, sagðist aðspurður ekki geta svarað því hvort FME hefði brugðist við kvörtuninni með einhverjum hætti. Hann sagði að FME hefði árettað, og legði á það áherslu, að erlendir kröfuhafar Glitnis væru ekki að hafa áhrif á rekstur og starfsfólk Íslandsbanka í samræmi við þær reglur sem giltu. Samsetning eignarhalds og reglur um staðfestingu stjórnarmanna væru til þess fallnar að tryggja að erlendir kröfuhafar beittu ekki áhrifum sínum. Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Slitastjórn Glitnis hótaði starfsmönnum Íslandsbanka uppsögn ef þeir yrðu ekki samvinnuþýðir við skýrslutöku í yfirheyrsluherbergi slitastjórnarinnar. Málið var rætt innan stjórnar Íslandsbanka og Fjármálaeftirlitinu tilkynnt um þetta þar sem um ólöglegt athæfi er að ræða. Í þessu herbergi slitastjórnar Glitnis í Sóltúni hafa fulltrúar slitastjórnar og erlendir ráðgjafar og lögmenn þeirra tekið skýrslur af fyrrverandi starfsmönnum Íslandsbanka í tengslum við málshöfðun sem þrotabú Glitnis réðst í gegn gegn fyrrverandi hluthöfum bankans, stjórnendum og viðskiptafélögum þeirra fyrir dómstólum í New York. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar, sagði í samtali við fréttastofu í febrúar síðastliðnum að mörgum sem sætt höfðu skýrslutöku í yfirheyrsluherberginu hefði verið brugðið. „Menn hafa átt erfiðar stundir hérna," sagði Steinunn þá í viðtali sem var tekið inni í yfirheyrsluherberginu. Vakti mikinn ugg meðal starfsfólks Íslandsbanka Nú er svo komið Íslandsbanki hefur tilkynnt Fjármálaeftirlitinu óeðlieg og ólögeg afskipti slitastjórnarinnar af starfsfólki bankans. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðu starfsmenn slitastjórnarinnar og erlendir ráðgjafar þeirra mjög hart að starfsfólki Íslandsbanka að það ynni með slitastjórninni vegna málshöfðunar þrotabúsins í New York og í einhverjum tilvikum var starfsfólki gerð grein fyrir því að ef það yrði ekki samvinnuþýtt gæti það haft áhrif á störf þeirra hjá Íslandsbanka, en var orðið hótun notað í þessu samhengi. Vakti þetta mikinn ugg meðal starfsfólksins og samkvæmt heimildum fréttastofu innan stjórnar Íslandsbanka var málið sérstaklega rætt þar og var stjórnendum bankans gerð grein fyrir því að koma þeim tilmælum til starfsfólks að skýrslutaka hjá Glitni hefði ekki áhrif á störf þeirra fyrir bankann. Málið er litið alvarlegum augum því samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki var eignarhaldinu á Íslandsbanka sérstaklega stillt upp eins og sést á þessari skýringarmynd til þess að erlendir kröfuhafar Glitnis gætu ekki skipt sér af rekstri hans eða haft áhrif á starfsfólk, en FME þarf að staðfesta stjórnarmenn í Íslandsbanka og hinn formlegi eigandi er ISB Holding, sem er dótturfélag þrotabúsins. Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, sagði í samtali við fréttastofu í dag að í þeim tilvikum sem fólk hefði neitað að gefa skýrslu þá hefði slitastjórnin gert athugasemdir við það. Hún sagðist ekki skilja hvers vegna sumir starfsmenn hefðu ekki viljað veita upplýsingar, en sagðist ekki kannast við neinar hótanir. „Við höfum lýst þeirri skoðun okkar bæði gagnvart FME og Íslandsbanka og okkur finnist eðlilegt að viðkomandi aðilar, hvort sem þeir eru enn í vinnu hjá Íslandsbanka eða ekki, að þeir gefi okkur upplýsingar. Við erum ekki í nokkurri stöðu til að segja Íslandsbanka fyrir verkum, en við getum hins vegar haft skoðun á málinu. Í allflestum tilvikum höfum við fengið mjög góð viðbrögð frá starfsfólki Íslandsbanka hvað varðar upplýsingagjöf," segir Steinunn. Hún sagði að í tveimur tilvikum hefði stjórn Íslandsbanka verið tilkynnt að starfsfólk hefði ekki verið samvinnuþýtt. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, sagðist aðspurður ekki geta svarað því hvort FME hefði brugðist við kvörtuninni með einhverjum hætti. Hann sagði að FME hefði árettað, og legði á það áherslu, að erlendir kröfuhafar Glitnis væru ekki að hafa áhrif á rekstur og starfsfólk Íslandsbanka í samræmi við þær reglur sem giltu. Samsetning eignarhalds og reglur um staðfestingu stjórnarmanna væru til þess fallnar að tryggja að erlendir kröfuhafar beittu ekki áhrifum sínum.
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira