Þing samþykkir lagafjöld í þágu hinna verst stöddu 25. júní 2010 04:15 Fámennt var í sal Alþingis þegar ljósmyndara blaðsins bar að garði í gær. Jón Gunnarsson stendur í pontu, en í forsæti er Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Ögmundur Jónasson lítur yfir salinn, þar sem sitja þeir Atli Gíslason og Pétur H. Blöndal. Fréttablaðið/stefán Fimm frumvörp sem miða að því að aðstoða þá skuldara sem verst standa fjárhagslega voru samþykkt á Alþingi í gær á sérstökum þingfundi vegna þeirra mála. Sett voru lög til að gera fólki í greiðsluvanda kleift að ná tökum á vandanum. Samkvæmt þeim sækir skuldari um aðlögun sem á að taka allt að þrjú ár, eftir samkomulagi skuldara og lánara. Að þeim tíma liðnum skulu kröfurnar afskrifaðar, nema um annað hafi verið samið. Þó skal enn greitt af veðkröfum sem rúmast innan matsvirðis eignarinnar. „Þetta þýðir að fólk þarf ekki að fara fyrir dóm, heldur í frjálsa samninga við lánardrottna,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, varaformaður félags- og tryggingamálanefndar. Nú sé búið að hátta málum þannig að kröfuhafar hafi ekki sérstakan hag af dómstólaleiðinni. Greiðsluaðlögun hefur verið stytt þannig að í stað þess að hún taki þrjú til fimm ár tekur hún nú eitt til þrjú ár. Þeir verst stöddu geta jafnvel fengið bót mála innan árs. Þá var samþykkt að stofna sérstakt embætti umboðsmanns skuldara, en sá á að veita fólki í verulegum fjárhagsvandræðum ókeypis aðstoð. Umboðsmaðurinn á meðal annars að hafa milligöngu um samskipti og samninga við lánardrottna, með hagsmuni skuldara að leiðarljósi. Umboðsmaður á að fara með framkvæmd greiðsluaðlögunar og ná eins hagstæðri lausn og hægt er fyrir skuldarann. Embættið heyrir undir félagsmálaráðherra. Sigríður Ingibjörg segir þetta afar mikilvægt, enda komi umboðsmaður þessi til með að setja sanngirnisviðmið í samningum, þegar að greiðsluaðlögun kemur. Þá komi hann að ákvörðunum um greiðslugetu einstaklinga. Ný lög um tímabundin úrræði einstaklinga, sem eiga tvær fasteignir til heimilisnota, voru einnig samþykkt í gær. Þau eru hugsuð til aðstoðar því fólki, sem að öðru leyti kann að vera í góðum málum, en hafði keypt nýja húseign áður en það seldi sitt eigið húsnæði, þegar efnahagslífið fór á hliðina. Samkvæmt lögunum má nú setja aðra eignina upp í skuldir. Félags- og tryggingamálaráðuneytið áætlar að allt að 1.500 heimili séu í þessari stöðu. Alþingi bætti einnig nýjum ákvæðum við lög um tekjuskatt. Þau fjalla um skattalega meðferð á eftirgjöf skulda, bæði hjá lögaðilum og einstaklingum, og setja þak, þrjátíu milljónir króna, á skattskyldu slíkra afskrifta. Ráðstafanir þessar eru tímabundnar og tilgangur frumvarpsins er að aðstoða einstaklinga sem alla jafna gætu staðið í skilum og forða þeim frá greiðsluþroti. Sigríður segir mjög erfitt að meta áhrif þessara aðgerða. Nú þegar hafi um 800 heimili nýtt sér úrræði um greiðsluaðlögun. „Ég gæti trúað að þetta yrðu milli þrjú og fimm þúsund heimili, þótt enn fleiri þyrftu kannski í raun að nýta sér úrræðin,“ segir hún. Lögin séu hugsuð fyrir þau heimili sem með engu móti ráða við skuldsetningu sína. Þau séu því miður ótrúlega mörg. Sigríður segir, spurð hvort frekari aðgerða í þágu heimilanna megi vænta frá ríkisstjórninni, að það sem meginmáli skipti sé að endurreisa efnahagslífið, afnema gjaldeyrishöft og blása fólki von í brjóst. „Erfitt efnahagsástand er nátttúrlega ennþá erfiðara ef þú hefur enga von um að það batni,“ segir hún. klemens@frettabladid.is Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Fimm frumvörp sem miða að því að aðstoða þá skuldara sem verst standa fjárhagslega voru samþykkt á Alþingi í gær á sérstökum þingfundi vegna þeirra mála. Sett voru lög til að gera fólki í greiðsluvanda kleift að ná tökum á vandanum. Samkvæmt þeim sækir skuldari um aðlögun sem á að taka allt að þrjú ár, eftir samkomulagi skuldara og lánara. Að þeim tíma liðnum skulu kröfurnar afskrifaðar, nema um annað hafi verið samið. Þó skal enn greitt af veðkröfum sem rúmast innan matsvirðis eignarinnar. „Þetta þýðir að fólk þarf ekki að fara fyrir dóm, heldur í frjálsa samninga við lánardrottna,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, varaformaður félags- og tryggingamálanefndar. Nú sé búið að hátta málum þannig að kröfuhafar hafi ekki sérstakan hag af dómstólaleiðinni. Greiðsluaðlögun hefur verið stytt þannig að í stað þess að hún taki þrjú til fimm ár tekur hún nú eitt til þrjú ár. Þeir verst stöddu geta jafnvel fengið bót mála innan árs. Þá var samþykkt að stofna sérstakt embætti umboðsmanns skuldara, en sá á að veita fólki í verulegum fjárhagsvandræðum ókeypis aðstoð. Umboðsmaðurinn á meðal annars að hafa milligöngu um samskipti og samninga við lánardrottna, með hagsmuni skuldara að leiðarljósi. Umboðsmaður á að fara með framkvæmd greiðsluaðlögunar og ná eins hagstæðri lausn og hægt er fyrir skuldarann. Embættið heyrir undir félagsmálaráðherra. Sigríður Ingibjörg segir þetta afar mikilvægt, enda komi umboðsmaður þessi til með að setja sanngirnisviðmið í samningum, þegar að greiðsluaðlögun kemur. Þá komi hann að ákvörðunum um greiðslugetu einstaklinga. Ný lög um tímabundin úrræði einstaklinga, sem eiga tvær fasteignir til heimilisnota, voru einnig samþykkt í gær. Þau eru hugsuð til aðstoðar því fólki, sem að öðru leyti kann að vera í góðum málum, en hafði keypt nýja húseign áður en það seldi sitt eigið húsnæði, þegar efnahagslífið fór á hliðina. Samkvæmt lögunum má nú setja aðra eignina upp í skuldir. Félags- og tryggingamálaráðuneytið áætlar að allt að 1.500 heimili séu í þessari stöðu. Alþingi bætti einnig nýjum ákvæðum við lög um tekjuskatt. Þau fjalla um skattalega meðferð á eftirgjöf skulda, bæði hjá lögaðilum og einstaklingum, og setja þak, þrjátíu milljónir króna, á skattskyldu slíkra afskrifta. Ráðstafanir þessar eru tímabundnar og tilgangur frumvarpsins er að aðstoða einstaklinga sem alla jafna gætu staðið í skilum og forða þeim frá greiðsluþroti. Sigríður segir mjög erfitt að meta áhrif þessara aðgerða. Nú þegar hafi um 800 heimili nýtt sér úrræði um greiðsluaðlögun. „Ég gæti trúað að þetta yrðu milli þrjú og fimm þúsund heimili, þótt enn fleiri þyrftu kannski í raun að nýta sér úrræðin,“ segir hún. Lögin séu hugsuð fyrir þau heimili sem með engu móti ráða við skuldsetningu sína. Þau séu því miður ótrúlega mörg. Sigríður segir, spurð hvort frekari aðgerða í þágu heimilanna megi vænta frá ríkisstjórninni, að það sem meginmáli skipti sé að endurreisa efnahagslífið, afnema gjaldeyrishöft og blása fólki von í brjóst. „Erfitt efnahagsástand er nátttúrlega ennþá erfiðara ef þú hefur enga von um að það batni,“ segir hún. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira