Innlent

Ómar fær afmælisgjöfina í dag

Ómar Ragnarsson fær í dag afhentan árangur af vikulangri afmælissöfnun sem veitingamaðurinn Friðrik Weisshappel hratt af stað í gegnum fésbókina.

Tæplega 8 þúsund manns voru búnir að skrá sig í hópinn í gær. Áskorunin hljóðaði upp á afmælisgjöf til Ómars í tilefni af sjötugsafmæli hans í september næstkomandi. Fyrir utan þúsundir einstaklinga sem hafa lagt peninga inn á reikning Ómars hefur fjöldi fyrirtækja og félagasamtaka einnig lagt hönd á plóg. Þetta stefnir því í að verða hin veglegasta afmælisgjöf.

Athöfnin verður í Café Flóru í Grasagarðinum í Laugardal kl. 15 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×