Sjötíu þúsund bækur seldar Freyr Bjarnason skrifar 12. nóvember 2010 17:00 Nanna með gullna kökukeflið á lofti. Fréttablaðið/Valli Matreiðslubækur Nönnu Rögnvaldsdóttur hafa verið gríðarvinsælar á undanförnum árum og selst í um sjötíu þúsund eintökum. Sú ellefta í röðinni, Smáréttir, er nýkomin út. „Fólk er alltaf að leita að einhverjum hugmyndum að frekar einföldum og fljótlegum mat. Ég hef, held ég, orð á mér fyrir að vera með dálítið af svoleiðis uppskriftum," segir Nanna, spurð um skýringarnar á þessum vinsældum. „Ég er líka með alls konar nýstárlegar hugmyndir, kannski af því að ég les svo mikið af matreiðslubókum og fæ hugmyndir alls staðar að. Mér þykir vænt um að heyra fólk segja að þegar það eldi uppskriftirnar mínar sé það eins og mamma þeirra standi fyrir aftan það og horfi á. Mitt markmið hefur líka verið að leiðbeina fólki að vera sjálfstæðara í eldhúsinu og ekki rígbinda sig við uppskriftir." Þegar Nanna fær fjölskyldu sína í heimsókn fá gestirnir að velja það sem verður í matinn. Oftast verða þá heimilislegir réttir fyrir valinu eins og kjöt í karríi. Hún segir barnabörnin sína hörðustu gagnrýnendur. „Barnabörnin hika ekki við að segja: „Amma, þetta er ógeðslega vont"," segir hún og hlær. Nanna hélt í fyrradag sitt fyrsta útgáfuhóf, þar sem hún eldaði ofan í gestina hina ýmsu smárétti, þar á meðal 250 smápitsur og annað eins af kjötbollum. Hún segist lengi hafa ætlað að gera bók um smárétti. „Matreiðslubók Nönnu [sem hefur selst í um fjórtán þúsund eintökum] átti að vera pinnamatsbók en svo varð hún allt annað. Í þetta skipti tókst mér hins vegar að gera pinnamatsbók.“ Hér er ein af uppskriftum Nönnu, Pekanbaka með búrbonrjóma. Tengdar fréttir Pekanbaka með búrbonrjóma Nanna Rögnvaldsdóttir matgæðingur eldaði fyrir okkur dýrindis pekanböku með búrbonrjóma. 18. september 2010 16:55 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
Matreiðslubækur Nönnu Rögnvaldsdóttur hafa verið gríðarvinsælar á undanförnum árum og selst í um sjötíu þúsund eintökum. Sú ellefta í röðinni, Smáréttir, er nýkomin út. „Fólk er alltaf að leita að einhverjum hugmyndum að frekar einföldum og fljótlegum mat. Ég hef, held ég, orð á mér fyrir að vera með dálítið af svoleiðis uppskriftum," segir Nanna, spurð um skýringarnar á þessum vinsældum. „Ég er líka með alls konar nýstárlegar hugmyndir, kannski af því að ég les svo mikið af matreiðslubókum og fæ hugmyndir alls staðar að. Mér þykir vænt um að heyra fólk segja að þegar það eldi uppskriftirnar mínar sé það eins og mamma þeirra standi fyrir aftan það og horfi á. Mitt markmið hefur líka verið að leiðbeina fólki að vera sjálfstæðara í eldhúsinu og ekki rígbinda sig við uppskriftir." Þegar Nanna fær fjölskyldu sína í heimsókn fá gestirnir að velja það sem verður í matinn. Oftast verða þá heimilislegir réttir fyrir valinu eins og kjöt í karríi. Hún segir barnabörnin sína hörðustu gagnrýnendur. „Barnabörnin hika ekki við að segja: „Amma, þetta er ógeðslega vont"," segir hún og hlær. Nanna hélt í fyrradag sitt fyrsta útgáfuhóf, þar sem hún eldaði ofan í gestina hina ýmsu smárétti, þar á meðal 250 smápitsur og annað eins af kjötbollum. Hún segist lengi hafa ætlað að gera bók um smárétti. „Matreiðslubók Nönnu [sem hefur selst í um fjórtán þúsund eintökum] átti að vera pinnamatsbók en svo varð hún allt annað. Í þetta skipti tókst mér hins vegar að gera pinnamatsbók.“ Hér er ein af uppskriftum Nönnu, Pekanbaka með búrbonrjóma.
Tengdar fréttir Pekanbaka með búrbonrjóma Nanna Rögnvaldsdóttir matgæðingur eldaði fyrir okkur dýrindis pekanböku með búrbonrjóma. 18. september 2010 16:55 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
Pekanbaka með búrbonrjóma Nanna Rögnvaldsdóttir matgæðingur eldaði fyrir okkur dýrindis pekanböku með búrbonrjóma. 18. september 2010 16:55