Orðsending til Ögmundar 1. október 2010 06:00 Fyrir nokkru gerði ég athugasemd við málflutning frænda míns og vinar, Ögmundar Jónassonar, um ESB-mál. Ég sagði þá: „Hann vænir ESB um ýmislegt í eftirfarandi málsgrein: En ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána í Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." Ég spurði svo Ögmund, hvort hann gæti bent mér á einhver dæmi um að slíkt hafi gerst í samskiptum ESB við aðildarlöndin. Ég sagði honum, að ég þekkti þau ekki og gæti hann ekki komið með dæmi, þá væru umrædd orð hans ekkert annað en ómálefnalegur hræðsluáróður. Ögmundur svaraði mér í grein hér í blaðinu 2. september sl. og vildi meina, að þetta hefði hvorki verið ómálefnalegt né hræðsluáróður. Síðan kom hann með ágæta greinargerð um svonefnda IPA-styrki. Þeir eru ætlaðir sem aðstoð í aðdraganda inngöngu. Hann ræðir styrkina af heiðarleika og hreinskilni, en segir svo: „...við erum að njóta styrkja, sem eru beinlínis sniðnir til þess að smyrja aðlögunarferlið að Evrópusambandinu." Ögmundur segir enn: „Í öðru lagi eigum við ekki að ráðast í kerfisbreytingar sem við réðumst eingöngu í til að fullnægja ESB, en sem við myndum ella ekki gera." ESB er og hlýtur að vera mikið bákn, hlaðið lögum og reglugerðum. Því er það hverri þjóð, sem hugar að inngöngu, nánast lífsspursmál að kynna sér allt slíkt til hlítar og t.d. að fá það þýtt á sitt eigið tungumál. Styrkirnir, sem okkur standa til boða, eru veittir til þess að auðvelda okkur þetta verk, efla þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins og halda uppi öflugu kynningarstarfi, m.a. með boðsferðum, þar sem mál eru rædd af hreinskilni. Mér finnst þetta bera því vitni, að ESB hefur ekkert að fela, en vill styrkja okkur til þess fá heiðarlegar upplýsingar, svo við getum gengið rétt upplýstir til samningagerðar, sem með slíku móti einu getur talist á grunni jafnræðis. Í stað þess að vera með grunsemdir um mútur, ber ég virðingu fyrir slíkum vinnubrögðum og vona að þau gagnist okkur vel til að ná samningum, sem við getum óhræddir lagt í dóm þjóðarinnar, vitandi að við höfum tryggt allan þann rétt, sem henni er nauðsynlegur. Þær breytingar á stjórnsýslu, sem talað er um að við gerum fyrir inngöngu, verða ekki að lögum hér, nema þjóðin samþykki inngönguna. Verði svar þjóðarinnar nei, fellur allt slíkt um sjálft sig, annað en það, sem við þurfum að halda vegna EES. En engir af styrkjum þeim sem við þiggjum eru afturkræfir, þótt svarið verði nei. Ég læt þetta nægja um „glerperlur og eldvatn." Um hitt skortir mig enn skýringu frá Ögmundi, þar sem hann segir um indíánana: „Þeir töpuðu landinu." Ég bað hann að nefna mér dæmi um, að ESB hefði komið þannig fram við einhverja þá þjóð, sem fengið hefur aðild. Hann svaraði ekki þeirri spurningu, hugsanlega vegna þess, að slík þjóð fyrirfinnst ekki. Ég þekki a.m.k. engin dæmi, sem nota mætti slíka líkingu um, enda er ánægjuvogin í ESB-löndunum víða ótrúlega jákvæð. En kannski þekki ég ekki nógu vel til. Ég er ætíð reiðubúinn að læra og vita meira í dag en í gær. Því bið ég minn góða frænda í allri einlægni að benda mér á einhverja þjóð í ESB, sem hefur tapað landinu sínu og situr nú uppi með glerperlur og eldvatn. Geti hann það ekki, hljóta orð mín að standa um ómálefnalegan hræðsluáróður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru gerði ég athugasemd við málflutning frænda míns og vinar, Ögmundar Jónassonar, um ESB-mál. Ég sagði þá: „Hann vænir ESB um ýmislegt í eftirfarandi málsgrein: En ekki mun standa á styrkveitingum - svona rétt meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indíána í Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn." Ég spurði svo Ögmund, hvort hann gæti bent mér á einhver dæmi um að slíkt hafi gerst í samskiptum ESB við aðildarlöndin. Ég sagði honum, að ég þekkti þau ekki og gæti hann ekki komið með dæmi, þá væru umrædd orð hans ekkert annað en ómálefnalegur hræðsluáróður. Ögmundur svaraði mér í grein hér í blaðinu 2. september sl. og vildi meina, að þetta hefði hvorki verið ómálefnalegt né hræðsluáróður. Síðan kom hann með ágæta greinargerð um svonefnda IPA-styrki. Þeir eru ætlaðir sem aðstoð í aðdraganda inngöngu. Hann ræðir styrkina af heiðarleika og hreinskilni, en segir svo: „...við erum að njóta styrkja, sem eru beinlínis sniðnir til þess að smyrja aðlögunarferlið að Evrópusambandinu." Ögmundur segir enn: „Í öðru lagi eigum við ekki að ráðast í kerfisbreytingar sem við réðumst eingöngu í til að fullnægja ESB, en sem við myndum ella ekki gera." ESB er og hlýtur að vera mikið bákn, hlaðið lögum og reglugerðum. Því er það hverri þjóð, sem hugar að inngöngu, nánast lífsspursmál að kynna sér allt slíkt til hlítar og t.d. að fá það þýtt á sitt eigið tungumál. Styrkirnir, sem okkur standa til boða, eru veittir til þess að auðvelda okkur þetta verk, efla þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins og halda uppi öflugu kynningarstarfi, m.a. með boðsferðum, þar sem mál eru rædd af hreinskilni. Mér finnst þetta bera því vitni, að ESB hefur ekkert að fela, en vill styrkja okkur til þess fá heiðarlegar upplýsingar, svo við getum gengið rétt upplýstir til samningagerðar, sem með slíku móti einu getur talist á grunni jafnræðis. Í stað þess að vera með grunsemdir um mútur, ber ég virðingu fyrir slíkum vinnubrögðum og vona að þau gagnist okkur vel til að ná samningum, sem við getum óhræddir lagt í dóm þjóðarinnar, vitandi að við höfum tryggt allan þann rétt, sem henni er nauðsynlegur. Þær breytingar á stjórnsýslu, sem talað er um að við gerum fyrir inngöngu, verða ekki að lögum hér, nema þjóðin samþykki inngönguna. Verði svar þjóðarinnar nei, fellur allt slíkt um sjálft sig, annað en það, sem við þurfum að halda vegna EES. En engir af styrkjum þeim sem við þiggjum eru afturkræfir, þótt svarið verði nei. Ég læt þetta nægja um „glerperlur og eldvatn." Um hitt skortir mig enn skýringu frá Ögmundi, þar sem hann segir um indíánana: „Þeir töpuðu landinu." Ég bað hann að nefna mér dæmi um, að ESB hefði komið þannig fram við einhverja þá þjóð, sem fengið hefur aðild. Hann svaraði ekki þeirri spurningu, hugsanlega vegna þess, að slík þjóð fyrirfinnst ekki. Ég þekki a.m.k. engin dæmi, sem nota mætti slíka líkingu um, enda er ánægjuvogin í ESB-löndunum víða ótrúlega jákvæð. En kannski þekki ég ekki nógu vel til. Ég er ætíð reiðubúinn að læra og vita meira í dag en í gær. Því bið ég minn góða frænda í allri einlægni að benda mér á einhverja þjóð í ESB, sem hefur tapað landinu sínu og situr nú uppi með glerperlur og eldvatn. Geti hann það ekki, hljóta orð mín að standa um ómálefnalegan hræðsluáróður.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun