Innlent

Borgarstjórinn í Árósum heimsækir Reykvíkinga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Wammen er í heimsókn í Reykjavík í dag. Mynd/ AFP.
Wammen er í heimsókn í Reykjavík í dag. Mynd/ AFP.
Nicolai Wammen borgarstjóri í Árósum kemur til landsins í dag og tekur meðal annars þátt í  fundi Samfylkingarinnar um hlutverk borga við að koma samfélaginu út úr kreppunni. Fundurinn fer fram í Norræna húsinu.

Auk Wammen fjalla Stefán Ólafsson prófessor og Margrét S. Sigurðardóttir lektor um þekkingarborgina annars vegar og skapandi atvinnugreinar hins vegar.

Nicolai er 39 ára gamall. Hann er varaformaður danskra jafnaðarmanna. Hann var áður þingmaður og talsmaður jafnaðarmanna í fjármálum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×