Nýja lið Lotus hóf æfingar með Fairuz Fauzy og Mike Gascoyne hönnuður
liðsins er ánægður með afraksturinn eftir fyrsta sprettinn.
"Fairuz stóð sig vel við stýrið og hefur æfingin örugglega tekið á
kappann, þar sem margt nýtt var að læra. Aðstæðurnar voru síbreytilegar og
hann var án vökvastýrið sem var snúið verkefni. Hann gerði engin mistök.
"Það komu engin sérstök vandamál upp, smá ofhiti í vélarsalm, en það
leystist fljótt", sagði Gascoyne.
Fauzy var ánægður með fyrsta sprettinn og ók 300 km í gær.
"Það var frábært að keyra 76 hringi og án vökvastýris var þrautin þyngri
og í rigningu. Ég hélt mig því innan skynsemismarka", sagði Fauzy sem er
frá Malasíu.
Góð byrjun Lotus á æfingum
