Sannast sagna Heiða Björg Pálmadóttir skrifar 27. febrúar 2010 06:00 Vigdís Erlendsdóttir sálfræðingur hefur í tveimur greinum í Fréttablaðinu, 18. og 23. febrúar sl., gagnrýnt Barnaverndarstofu vegna máls sem varðar kynferðislegt ofbeldi af hálfu starfsmanns meðferðarheimilisins að Árbót gegn stúlkum á heimilinu. Svar stofunnar vegna fyrri greinarinnar birtist hinn 20. febrúar. Í þessari grein verður gerð lokatilraun til að leiðrétta rangfærslur Vigdísar. Vegna trúnaðar við þau börn, sem hlut eiga að máli, getur Barnaverndarstofa, eðli málsins samkvæmt, ekki rakið málið í smáatriðum. Vigdís hefur ekki komið að þeim málum sem hún fjallar um enda bera greinaskrifin með sér að höfundur hefur takmarkaðar upplýsingar um málið og framvindu þess, bæði hjá barnaverndaryfirvöldum og réttarvörslukerfinu. Einnig bera greinarnar með sér takmarkaða þekkingu á þeim grundvallarreglum, sem íslenskum stjórnvöldum ber að fara eftir í störfum sínum, og þeim greinarmun sem gera verður á heimildum yfirvalda til þess að gera kröfur á samningsaðila, vegna þjónustusamninga sem í gildi eru, og þess að hafa húsbóndavald í vinnuréttarlegum skilningi. Í seinni grein Vigdísar er því ranglega haldið fram að lögreglurannsókn á árinu 2009 hafi verið tekin upp að frumkvæði barnaverndarstarfsmanns og að aðrir en Barnaverndarstofa hafi að lokum leitt málið til lykta. Hið rétta er að bæði málin, vorið 2008 og 2009, voru tekin upp fyrir tilverknað þeirra stúlkna sem í hlut áttu og sögðu frá ofbeldinu. Málin voru frá upphafi unnin í góðri samvinnu Barnaverndarstofu og þeirra barnaverndarnefnda sem málin vörðuðu. Þetta á við um framlagningu kæru, skýrslutökur af stúlkunum og ákvarðanir um framhald á vistun stúlknanna eða meðferðarrof eftir atvikum. Eðlilega er ákveðin verkaskipting viðhöfð í samvinnu þessara aðila í samræmi við lögbundin hlutverk þeirra. Þannig kom það t.d. í hlut barnaverndarnefnda að leggja fram kæru til lögreglu og Barnaverndarstofu að gera ráðstafanir sem lutu að meðferðarheimilinu og sakborningi. Önnur atriði eru unnin sameiginlega, svo sem tilhögun og framkvæmd rannsóknarviðtala, stuðningur við börnin sem málið snerist um svo og ýmis samskipti við réttarvörslukerfið. Gagnstætt fullyrðingu Vigdísar skal áréttað að í málinu nutu börnin alls vafa. Birtist það í þeirri staðreynd að strax og ásakanir komu upp, bæði vorið 2008 og 2009, voru frásagnir stúlknanna teknar alvarlega, hlutast til um að lögregla rannsakaði málin og starfsmaðurinn látinn víkja á meðan. Sömu sjónarmið búa að baki þeirri meginreglu að útgáfa ákæru réttlæti endanlega uppsögn starfsmanns þrátt fyrir að dómur hafi ekki fallið. Í þessu felst engin mótsögn. Eðlilegt er að sönnunarkröfur í barnaverndarkerfinu séu minni en við meðferð sakamála þrátt fyrir að ávallt þurfi að gera töluverðar kröfur til sönnunar í slíkum efnum. Hefur það verið staðfest af dómstólum. Að sama skapi felst engin mótsögn í því að þrátt fyrir umrædda meginreglu geti aðstæður í einstaka málum leitt til þess að krefjast megi að starfsmanni verði sagt upp á fyrri stigum. Fer slíkt mat eftir gögnum í hverju og einu máli. Stjórnvöldum er skylt að meta hvert mál fyrir sig og gæta að þess að ganga ekki lengra en nauðsynlegt er miðað við málavexti. Áköll um fortakslausar uppsagnir, komi upp grunur um að brotið hafi verið gegn barni, eru hins vegar tilfinningalegs eðlis. Eðlilegt er að slík mál veki upp sterkar tilfinningar en stjórnvöld mega hins vegar ekki falla í þá gryfju að láta tilfinningaleg viðbrögð stjórna vinnslu mála. Þeim ber skylda til að meta málin af yfirvegun með hliðsjón af staðreyndum hvers máls. Ekki verður séð í hvaða tilgangi Vigdís tengir saman umrætt kynferðisbrotamál og fyrirkomulag eftirlits með starfsemi meðferðarheimila. Slíkt væri að sjálfsögðu skiljanlegt ef unnt væri að sýna fram á tengsl málsins við einhverja hnökra í framkvæmd eftirlits af hálfu Barnaverndarstofu og þeirra kynferðisbrotamála sem Vigdís gerir að umtalsefni. Í þessum efnum er rétt að vekja athygli á því að síðastliðið sumar fól félags- og tryggingamálaráðuneytið sjálfstætt starfandi sérfræðingi að fara yfir málið. Fólst sú úttekt meðal annars í því að meta hvort eftirlit Barnaverndarstofu með meðferðarheimilum á vegum stofunnar væri fullnægjandi. Skemmst er frá því að segja að niðurstaða ráðuneytisins eftir þá úttekt var afar jákvæð og að ekki væri ástæða til að gera efnislegar athugasemdir við eftirlitið. Hugmyndir, sem birtast í greinum Vigdísar, eru ekki nýjar af nálinni og hefur Barnaverndarstofa til að mynda við ýmis tækifæri lagt til að fela sjálfstæðum aðila að hafa eftirlit með meðferðarheimilum samkvæmt barnaverndarlögum. Stofunni er ekkert kappsmál að hafa slíkt eftirlit alfarið í sínum vegum. Nú síðast lagði Barnaverndarstofa fram slíkar tillögur í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á barnaverndarlögum. Höfundur er lögfræðingur Barnaverndarstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Vigdís Erlendsdóttir sálfræðingur hefur í tveimur greinum í Fréttablaðinu, 18. og 23. febrúar sl., gagnrýnt Barnaverndarstofu vegna máls sem varðar kynferðislegt ofbeldi af hálfu starfsmanns meðferðarheimilisins að Árbót gegn stúlkum á heimilinu. Svar stofunnar vegna fyrri greinarinnar birtist hinn 20. febrúar. Í þessari grein verður gerð lokatilraun til að leiðrétta rangfærslur Vigdísar. Vegna trúnaðar við þau börn, sem hlut eiga að máli, getur Barnaverndarstofa, eðli málsins samkvæmt, ekki rakið málið í smáatriðum. Vigdís hefur ekki komið að þeim málum sem hún fjallar um enda bera greinaskrifin með sér að höfundur hefur takmarkaðar upplýsingar um málið og framvindu þess, bæði hjá barnaverndaryfirvöldum og réttarvörslukerfinu. Einnig bera greinarnar með sér takmarkaða þekkingu á þeim grundvallarreglum, sem íslenskum stjórnvöldum ber að fara eftir í störfum sínum, og þeim greinarmun sem gera verður á heimildum yfirvalda til þess að gera kröfur á samningsaðila, vegna þjónustusamninga sem í gildi eru, og þess að hafa húsbóndavald í vinnuréttarlegum skilningi. Í seinni grein Vigdísar er því ranglega haldið fram að lögreglurannsókn á árinu 2009 hafi verið tekin upp að frumkvæði barnaverndarstarfsmanns og að aðrir en Barnaverndarstofa hafi að lokum leitt málið til lykta. Hið rétta er að bæði málin, vorið 2008 og 2009, voru tekin upp fyrir tilverknað þeirra stúlkna sem í hlut áttu og sögðu frá ofbeldinu. Málin voru frá upphafi unnin í góðri samvinnu Barnaverndarstofu og þeirra barnaverndarnefnda sem málin vörðuðu. Þetta á við um framlagningu kæru, skýrslutökur af stúlkunum og ákvarðanir um framhald á vistun stúlknanna eða meðferðarrof eftir atvikum. Eðlilega er ákveðin verkaskipting viðhöfð í samvinnu þessara aðila í samræmi við lögbundin hlutverk þeirra. Þannig kom það t.d. í hlut barnaverndarnefnda að leggja fram kæru til lögreglu og Barnaverndarstofu að gera ráðstafanir sem lutu að meðferðarheimilinu og sakborningi. Önnur atriði eru unnin sameiginlega, svo sem tilhögun og framkvæmd rannsóknarviðtala, stuðningur við börnin sem málið snerist um svo og ýmis samskipti við réttarvörslukerfið. Gagnstætt fullyrðingu Vigdísar skal áréttað að í málinu nutu börnin alls vafa. Birtist það í þeirri staðreynd að strax og ásakanir komu upp, bæði vorið 2008 og 2009, voru frásagnir stúlknanna teknar alvarlega, hlutast til um að lögregla rannsakaði málin og starfsmaðurinn látinn víkja á meðan. Sömu sjónarmið búa að baki þeirri meginreglu að útgáfa ákæru réttlæti endanlega uppsögn starfsmanns þrátt fyrir að dómur hafi ekki fallið. Í þessu felst engin mótsögn. Eðlilegt er að sönnunarkröfur í barnaverndarkerfinu séu minni en við meðferð sakamála þrátt fyrir að ávallt þurfi að gera töluverðar kröfur til sönnunar í slíkum efnum. Hefur það verið staðfest af dómstólum. Að sama skapi felst engin mótsögn í því að þrátt fyrir umrædda meginreglu geti aðstæður í einstaka málum leitt til þess að krefjast megi að starfsmanni verði sagt upp á fyrri stigum. Fer slíkt mat eftir gögnum í hverju og einu máli. Stjórnvöldum er skylt að meta hvert mál fyrir sig og gæta að þess að ganga ekki lengra en nauðsynlegt er miðað við málavexti. Áköll um fortakslausar uppsagnir, komi upp grunur um að brotið hafi verið gegn barni, eru hins vegar tilfinningalegs eðlis. Eðlilegt er að slík mál veki upp sterkar tilfinningar en stjórnvöld mega hins vegar ekki falla í þá gryfju að láta tilfinningaleg viðbrögð stjórna vinnslu mála. Þeim ber skylda til að meta málin af yfirvegun með hliðsjón af staðreyndum hvers máls. Ekki verður séð í hvaða tilgangi Vigdís tengir saman umrætt kynferðisbrotamál og fyrirkomulag eftirlits með starfsemi meðferðarheimila. Slíkt væri að sjálfsögðu skiljanlegt ef unnt væri að sýna fram á tengsl málsins við einhverja hnökra í framkvæmd eftirlits af hálfu Barnaverndarstofu og þeirra kynferðisbrotamála sem Vigdís gerir að umtalsefni. Í þessum efnum er rétt að vekja athygli á því að síðastliðið sumar fól félags- og tryggingamálaráðuneytið sjálfstætt starfandi sérfræðingi að fara yfir málið. Fólst sú úttekt meðal annars í því að meta hvort eftirlit Barnaverndarstofu með meðferðarheimilum á vegum stofunnar væri fullnægjandi. Skemmst er frá því að segja að niðurstaða ráðuneytisins eftir þá úttekt var afar jákvæð og að ekki væri ástæða til að gera efnislegar athugasemdir við eftirlitið. Hugmyndir, sem birtast í greinum Vigdísar, eru ekki nýjar af nálinni og hefur Barnaverndarstofa til að mynda við ýmis tækifæri lagt til að fela sjálfstæðum aðila að hafa eftirlit með meðferðarheimilum samkvæmt barnaverndarlögum. Stofunni er ekkert kappsmál að hafa slíkt eftirlit alfarið í sínum vegum. Nú síðast lagði Barnaverndarstofa fram slíkar tillögur í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á barnaverndarlögum. Höfundur er lögfræðingur Barnaverndarstofu.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun