Skuggastjórnendur ekki sóttir til saka Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. mars 2010 18:45 Rannsóknir sérstaks saksóknara hafa leitt í ljós að hér á Íslandi var lítil sem engin fjarlægð mynduð við eigendur hlutafélaga, ólíkt því sem tíðkaðist erlendis. Hér á landi voru eigendur miklu stærri þátttakendur í stjórnun bankanna. Þeir munu að öllum líkindum sleppa, þar sem refsiábyrgðin var hjá stjórn og forstjóra. Engin ákvæði eru til í lögum sem taka á hugsanlegri refsiábyrgð skuggastjórnenda bankanna. Hugtakið skuggastjórnandi hefur verið notað sem lýsing því þegar stærsti hluthafi í hlutafélagi, eða fulltrúi hans, hefur áhrif á eða í reynd segir stjórnanda hvernig ákvarðanataka eigi að fara fram í viðkomandi hlutafélagi. Annað gildir um hugsanlega skaðabótaábyrgð. Sennilega hefur þetta aldrei birst skýrar fyrir opnum tjöldum en þegar eigendur stórra banka funduðu með ráðamönnum í aðdraganda bankahrunsins. Komið hefur fram að Björgólfur Thor Björgólfsson réð ferðinni í ráðherrabústaðnum helgina fyrir setningu neyðarlaganna. Lýsing á þessu hefur birst m.a í bókum um bankahrunið. Þessa helgi var Björgólfur sjálfur mjög sýnilegur á fundum í stjórnarráðinu og var myndaður með bankastjórunum, Halldóri J. Kristjánssyni og Sigurjóni Þ. Árnasyni, á leiðinni á fund þar helgina fyrir setningu neyðarlaganna. Engin fjarlægð Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa rannsóknir sérstaks saksóknara leitt í ljós að lítil sem engin fjarlægð virðist hafa verið milli stjórnenda hlutafélaga og eigendanna, í mörgum þeirra félaga sem hafa verið til rannsóknar hjá embættinu. Taka skal þó skýrt fram að hér er ekki verið að vísa sérstaklega til Björgólfs Thors, enda var það aðeins nefnt til skýringar hér framar. Samkvæmt heimildum fréttastofu birtist þetta skýrlega þegar skoðuð eru samskipti starfsmanna Milestone-samstæðunnar við sænska tryggingafélagið Moderna. Svo virðist sem stjórnendur þess hafi verið mjög sjálfstæðir í sínum störfum en engir fjármunir virðast hafa runnið frá Svíþjóð til Íslands að undanskildum arðgreiðslum. Stjórnendur Moderna munu hafa litið svo á að eigendur gætu greitt sér arð en hefðu ekki heimildir til að skipta sér af daglegum rekstri. Ólíkt því sem gilti um Sjóvá, sem var í eigu Milestone, en þar virðist forstjóranum hafa verið sagt hvað hann ætti að gera hverju sinni. Engin ákvæði eru til í lögum sem gera eigendur hlutafélaga ábyrga fyrir refsiverðri háttsemi vegna ákvarðana sem voru teknar af forstjórum eða stjórn, þótt þau hafi í reynd verið að fylgja fyrirmælum. Með öðrum orðum má segja að eigendurnir sleppi vegna ákvarðana sem teknar voru af þeim í reynd, þar sem refsiábyrgð vegna þessara ákvarðana liggur annars staðar, eða hjá forstjóra og stjórn. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Rannsóknir sérstaks saksóknara hafa leitt í ljós að hér á Íslandi var lítil sem engin fjarlægð mynduð við eigendur hlutafélaga, ólíkt því sem tíðkaðist erlendis. Hér á landi voru eigendur miklu stærri þátttakendur í stjórnun bankanna. Þeir munu að öllum líkindum sleppa, þar sem refsiábyrgðin var hjá stjórn og forstjóra. Engin ákvæði eru til í lögum sem taka á hugsanlegri refsiábyrgð skuggastjórnenda bankanna. Hugtakið skuggastjórnandi hefur verið notað sem lýsing því þegar stærsti hluthafi í hlutafélagi, eða fulltrúi hans, hefur áhrif á eða í reynd segir stjórnanda hvernig ákvarðanataka eigi að fara fram í viðkomandi hlutafélagi. Annað gildir um hugsanlega skaðabótaábyrgð. Sennilega hefur þetta aldrei birst skýrar fyrir opnum tjöldum en þegar eigendur stórra banka funduðu með ráðamönnum í aðdraganda bankahrunsins. Komið hefur fram að Björgólfur Thor Björgólfsson réð ferðinni í ráðherrabústaðnum helgina fyrir setningu neyðarlaganna. Lýsing á þessu hefur birst m.a í bókum um bankahrunið. Þessa helgi var Björgólfur sjálfur mjög sýnilegur á fundum í stjórnarráðinu og var myndaður með bankastjórunum, Halldóri J. Kristjánssyni og Sigurjóni Þ. Árnasyni, á leiðinni á fund þar helgina fyrir setningu neyðarlaganna. Engin fjarlægð Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa rannsóknir sérstaks saksóknara leitt í ljós að lítil sem engin fjarlægð virðist hafa verið milli stjórnenda hlutafélaga og eigendanna, í mörgum þeirra félaga sem hafa verið til rannsóknar hjá embættinu. Taka skal þó skýrt fram að hér er ekki verið að vísa sérstaklega til Björgólfs Thors, enda var það aðeins nefnt til skýringar hér framar. Samkvæmt heimildum fréttastofu birtist þetta skýrlega þegar skoðuð eru samskipti starfsmanna Milestone-samstæðunnar við sænska tryggingafélagið Moderna. Svo virðist sem stjórnendur þess hafi verið mjög sjálfstæðir í sínum störfum en engir fjármunir virðast hafa runnið frá Svíþjóð til Íslands að undanskildum arðgreiðslum. Stjórnendur Moderna munu hafa litið svo á að eigendur gætu greitt sér arð en hefðu ekki heimildir til að skipta sér af daglegum rekstri. Ólíkt því sem gilti um Sjóvá, sem var í eigu Milestone, en þar virðist forstjóranum hafa verið sagt hvað hann ætti að gera hverju sinni. Engin ákvæði eru til í lögum sem gera eigendur hlutafélaga ábyrga fyrir refsiverðri háttsemi vegna ákvarðana sem voru teknar af forstjórum eða stjórn, þótt þau hafi í reynd verið að fylgja fyrirmælum. Með öðrum orðum má segja að eigendurnir sleppi vegna ákvarðana sem teknar voru af þeim í reynd, þar sem refsiábyrgð vegna þessara ákvarðana liggur annars staðar, eða hjá forstjóra og stjórn.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun