Kínverjar ætla að fara varlega í frekari gullkaup 9. mars 2010 13:56 Kínverjar ætla að stíga varlega til jarðar hvað varðar frekari gullkaup til að styrkja varasjóði sína. Þeir hafa varann á sér því gullkaup þeirra gætu leitt til þess að verð á gulli hækki ennfrekar en orðið er.Þetta kemur fram í máli Yi Gang formanns Gjaldeyrisviðskiptanefndar landsins í samtali við Reuters. Gang segir að þótt gull sé „ekki slæm eign" mun málmurinn aldrei verða stór hluti af fjárfestingum Kínverja í framtíðinni.„Alþjóðamarkaður með gull er mjög takmarkaður. Ef ég kaupi gull í miklum mæli mun slíkt örugglega þrýsta verðinu á því upp á heimsvísu," sagði Gang á blaðamannafundi sem haldinn var á kínverska þinginu.Verð á gulli féll um 3 dollara á únsuna um leið og Gang hafði látið þessi orð falla en náði síðan jafnvægi að nýju í 1.122 dollurum á únsuna þar sem margir markaðsaðilar höfðu reiknað með að Kína færi ekki í umfangsmikil gullkaup.Margir fjárfestar hafa velt því fyrir sér hvort Kínverjar muni kaupa eitthvað af þeim 191,3 tonnum af gulli sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætlar að setja á almennan markað í kjölfar þess að Indverjar keyptu 200 tonn af sjóðnum nýlega.Sérfræðingar búast ekki við því að Kínverjar kaupi hluta af þessum 191,3 tonnum heldur haldi áfram að byggja upp gullforða sinn með rólegum kaupum á almenna markaðinum.Kínverjar hafa keypt mikið magn af gulli undanfarin ár. Þannig upplýstu þeir á síðasta ári að þeir hefðu aukið gullforða sinn úr 600 tonnum árið 2003 og up í 1.054 tonn í fyrra. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Kínverjar ætla að stíga varlega til jarðar hvað varðar frekari gullkaup til að styrkja varasjóði sína. Þeir hafa varann á sér því gullkaup þeirra gætu leitt til þess að verð á gulli hækki ennfrekar en orðið er.Þetta kemur fram í máli Yi Gang formanns Gjaldeyrisviðskiptanefndar landsins í samtali við Reuters. Gang segir að þótt gull sé „ekki slæm eign" mun málmurinn aldrei verða stór hluti af fjárfestingum Kínverja í framtíðinni.„Alþjóðamarkaður með gull er mjög takmarkaður. Ef ég kaupi gull í miklum mæli mun slíkt örugglega þrýsta verðinu á því upp á heimsvísu," sagði Gang á blaðamannafundi sem haldinn var á kínverska þinginu.Verð á gulli féll um 3 dollara á únsuna um leið og Gang hafði látið þessi orð falla en náði síðan jafnvægi að nýju í 1.122 dollurum á únsuna þar sem margir markaðsaðilar höfðu reiknað með að Kína færi ekki í umfangsmikil gullkaup.Margir fjárfestar hafa velt því fyrir sér hvort Kínverjar muni kaupa eitthvað af þeim 191,3 tonnum af gulli sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætlar að setja á almennan markað í kjölfar þess að Indverjar keyptu 200 tonn af sjóðnum nýlega.Sérfræðingar búast ekki við því að Kínverjar kaupi hluta af þessum 191,3 tonnum heldur haldi áfram að byggja upp gullforða sinn með rólegum kaupum á almenna markaðinum.Kínverjar hafa keypt mikið magn af gulli undanfarin ár. Þannig upplýstu þeir á síðasta ári að þeir hefðu aukið gullforða sinn úr 600 tonnum árið 2003 og up í 1.054 tonn í fyrra.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira