Fjárfestar á flótta frá Grikklandi 14. janúar 2010 11:06 Skuldakreppa Grikkja hræðir alþjóðlega fjárfesta sem nú flýja umvörpum frá landinu. Aðrir krefjast hárra aukavaxta á lánum sínum til Grikkja eða kaupa á grískum ríkisskuldabréfum.Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni en þar viðurkennir George Papaconstantinou fjármálaráðherra landsins að það sé erfitt að sannfæra alþjóðlega fjárfesta um heilsufarið hjá gríska hagkerfinu.Grikkland er þegar með opinberan fjárlagahalla upp á um 12% af landsframleiðslu landsins. Þetta er fjórfaldur leyfilegur halli á fjárlögum samkvæmt reglum ESB. Hagfræðingar óttast nú sjálfkeyrandi niðurbráðnun gríska hagkerfisins á þann hátt að stöðugt meira fjármagn þurfi til að borga opinberar skuldir landsins sem þýði að stöðugt minna fjármagn fari í velferðarkerfið.Þá óttast fjárfestar að Grikkir séu ekki í standi til að borga af núverandi skuldum sínum en þær nema um 120% af landsframleiðslunni. Þeir óttast að Grikklandi endi eins og Dubai sem neyddist til að setja greiðslustöðvun á sínar skuldir í desember s.l.Sem stendur þurfa Grikkir að borga mjög háa vexti af lántökum sínum. Vaxtaálagið er orðið um 2,5 prósentustigum hærra en það er t.d. dæmis hjá Þýskalandi.Ofan á þessa erfiðleika kemur svo reiði frá ESB um að hagtölur Grikklands hafi verið fegraðar undanfarið ár og að ekkert sé að marka opinberar tölur um stöðuna hjá gríska hagkerfinu. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Skuldakreppa Grikkja hræðir alþjóðlega fjárfesta sem nú flýja umvörpum frá landinu. Aðrir krefjast hárra aukavaxta á lánum sínum til Grikkja eða kaupa á grískum ríkisskuldabréfum.Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni en þar viðurkennir George Papaconstantinou fjármálaráðherra landsins að það sé erfitt að sannfæra alþjóðlega fjárfesta um heilsufarið hjá gríska hagkerfinu.Grikkland er þegar með opinberan fjárlagahalla upp á um 12% af landsframleiðslu landsins. Þetta er fjórfaldur leyfilegur halli á fjárlögum samkvæmt reglum ESB. Hagfræðingar óttast nú sjálfkeyrandi niðurbráðnun gríska hagkerfisins á þann hátt að stöðugt meira fjármagn þurfi til að borga opinberar skuldir landsins sem þýði að stöðugt minna fjármagn fari í velferðarkerfið.Þá óttast fjárfestar að Grikkir séu ekki í standi til að borga af núverandi skuldum sínum en þær nema um 120% af landsframleiðslunni. Þeir óttast að Grikklandi endi eins og Dubai sem neyddist til að setja greiðslustöðvun á sínar skuldir í desember s.l.Sem stendur þurfa Grikkir að borga mjög háa vexti af lántökum sínum. Vaxtaálagið er orðið um 2,5 prósentustigum hærra en það er t.d. dæmis hjá Þýskalandi.Ofan á þessa erfiðleika kemur svo reiði frá ESB um að hagtölur Grikklands hafi verið fegraðar undanfarið ár og að ekkert sé að marka opinberar tölur um stöðuna hjá gríska hagkerfinu.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira