Efnaðir Danir óttast um auðæfi sín í bönkunum 12. janúar 2010 14:53 Þeir Danir sem eiga stórar upphæðir inn á reikningum í dönsku bönkunum óttast nú um fjárhagslegt öryggi sitt þegar bankpakke I fellur úr gildi í haust.Bankpakke I var fyrsta opinbera aðstoð danskra stjórnvalda við bankakerfi landsins í kreppunni á síðasta ári. Samkvæmt honum voru m.a. allar innistæður í dönskum bönkum tryggðar af ríkisvaldinu upp að 375.000 dönskum kr. á hvern reikning.Samkvæmt frétt í Jyllands Posten óttast margir efnaðir Danir að einhverjir af bönkunum muni komast í þrot og eru því að skipta auðæfum sínum á reikninga í fleiri en einum banka. Þannig telja þeir að fé sitt sé betur tryggt ef allt fer á versta veg.„Fólk er að verða ákaflega taugaveiklað yfir innistæðum sínum," segir Elisabeth Arendt hjá Mybanker sem tekur saman tölur um verð hjá bönkum og fjármálastofnunum. „Ég fæ að meðaltali þrjár fyrirspurnir á dag um tryggingarnar á innistæðum. Danir sem eiga stórar upphæðir inni í bönkunum óttast hvað gerist þegar ríkisábyrgðin fellur niður þann 1. október í ár."Á móti því að ríkisábyrgðin fellur niður á þessum tíma mun tryggingin sem tryggingasjóður innistæðna í Danmörku veitir verða hækkuð í 700.000 danskar kr. Fólk sem á milljónir inni á bankabókum er því í hættu á að missa allt umfram þessa upphæð ef allt fer á versta veg.Arendt segir að sökum þessa ótta sé fólk að dreifa fé sínu á fleiri reikninga. Þannig að einstaklingur sem á 3 milljónir danskra kr. setur nú 750.000 dkr. inn á fjóra reikninga í fjórum bönkum. Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Þeir Danir sem eiga stórar upphæðir inn á reikningum í dönsku bönkunum óttast nú um fjárhagslegt öryggi sitt þegar bankpakke I fellur úr gildi í haust.Bankpakke I var fyrsta opinbera aðstoð danskra stjórnvalda við bankakerfi landsins í kreppunni á síðasta ári. Samkvæmt honum voru m.a. allar innistæður í dönskum bönkum tryggðar af ríkisvaldinu upp að 375.000 dönskum kr. á hvern reikning.Samkvæmt frétt í Jyllands Posten óttast margir efnaðir Danir að einhverjir af bönkunum muni komast í þrot og eru því að skipta auðæfum sínum á reikninga í fleiri en einum banka. Þannig telja þeir að fé sitt sé betur tryggt ef allt fer á versta veg.„Fólk er að verða ákaflega taugaveiklað yfir innistæðum sínum," segir Elisabeth Arendt hjá Mybanker sem tekur saman tölur um verð hjá bönkum og fjármálastofnunum. „Ég fæ að meðaltali þrjár fyrirspurnir á dag um tryggingarnar á innistæðum. Danir sem eiga stórar upphæðir inni í bönkunum óttast hvað gerist þegar ríkisábyrgðin fellur niður þann 1. október í ár."Á móti því að ríkisábyrgðin fellur niður á þessum tíma mun tryggingin sem tryggingasjóður innistæðna í Danmörku veitir verða hækkuð í 700.000 danskar kr. Fólk sem á milljónir inni á bankabókum er því í hættu á að missa allt umfram þessa upphæð ef allt fer á versta veg.Arendt segir að sökum þessa ótta sé fólk að dreifa fé sínu á fleiri reikninga. Þannig að einstaklingur sem á 3 milljónir danskra kr. setur nú 750.000 dkr. inn á fjóra reikninga í fjórum bönkum.
Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira