Innlent

Ástand hinna slösuðu metið stöðugt

Tveir karlmenn sem slösuðust í bílveltu á Sæbraut liggja nú á gjörgæsludeild Landspítalans. Þangað voru þeir fluttir eftir að hafa gengist aðgerðir í morgun. Að sögn vaktahafandi læknis eru þeir ekki metnir í lífshættu og er ástand þeirra stöðugt.

Ástand þeirra verður metið að nýju á morgun. Tildrög slyssins eru ekki að fullu ljós að sögn lögreglu en bifreiðin er ónýt eftir óhappið og þurfti að að beita klippum til að ná fólkinu út úr bifreiðinni. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni virðist sem ökumaðurinn hafi rekið bílinn utan í kantstein og misst í kjölfarið stjórn á bifreiðinni, en mikið vatn var á veginum.

Bíllinn snarsnérist þá, hafnaði á lágum steyptum vegg við bensínstöðina og valt. Lögregla þurfti að loka hluta Sæbrautar til klukkan hálffimm í morgun vegna óhappsins en ekki leikur grunur á að ökumaður hafi verið undir áhrifum áfengis né að hann hafi ekið of hratt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×