LeBron lét baulið ekki trufla sig og fór á kostum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. desember 2010 09:16 LeBron var einbeittur er hann mætti til leiks. AP Það var allt á suðupunkti í Cleveland í nótt þegar LeBron James snéri aftur til Cleveland í búningi Miami Heat. Áhorfendur létu öllum illum látum í garð leikmannsins en hann svaraði fyrir sig með stórleik á vellinum og gekk í burtu sem sigurvegari. James skoraði 38 stig í leiknum og Miami valtaði yfir Cleveland, 118-90. Það var gríðarleg pressa á James í þessum leik óg ótrúlegt að fylgjast með látunum i áhorfendum. Hann sýndi úr hverju hann er gerður með þessum stórleik. "Ég ber mikla virðingu fyrir þessum áhorfendum og hef alltaf gert. Ákvörðun mín að fara var ekki persónuleg. Ég þekki þennan völl og hef hitt úr mörgum skotum hérna. Ég vildi láta til mín taka," sagði James. Það fór misvel í áhorfendur þegar James reyndi að gantast við fyrrum félaga sína í Cleveland í upphafi leiks. Leikmönnum Cleveland leið greinilega ekki vel með það því þeir reyndu að vera kurteisir en að sama skapi vildu þeir ekki tala of mikið við hann. Í kjölfarið virtist einn aðstoðarþjálfara Cleveland segja James að steinhalda kjafti. "Þetta var bara skemmtilegt fyrir mig. Það var skemmtilegt að fá að spila gegn mínum gömlu félögum og þess vegna gantaðist ég við þá," sagði James. Þó svo hitinn í mönnum í Höllinni hefði verið mikil fór hasarinn ekki úr böndunum. Aðeins einn var handtekinn og fjórum var hent út úr húsi. Öryggisgæslan á leiknum var gríðarleg og lukkudýr Cleveland var í skotheldu vesti af öryggisástæðum. Af hverju einhver ætti að vilja skjóta það liggur ekki fyrir James ítrekaði eftir leikinn að hann sæi ekki eftir því að hafa farið frá Cleveland. "Ég vil ekki biðja neinn afsökunar. Ég ætlaði mér aldrei að særa neinn. Ég tók mína ákvörðun og verð að lifa með henni." NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Það var allt á suðupunkti í Cleveland í nótt þegar LeBron James snéri aftur til Cleveland í búningi Miami Heat. Áhorfendur létu öllum illum látum í garð leikmannsins en hann svaraði fyrir sig með stórleik á vellinum og gekk í burtu sem sigurvegari. James skoraði 38 stig í leiknum og Miami valtaði yfir Cleveland, 118-90. Það var gríðarleg pressa á James í þessum leik óg ótrúlegt að fylgjast með látunum i áhorfendum. Hann sýndi úr hverju hann er gerður með þessum stórleik. "Ég ber mikla virðingu fyrir þessum áhorfendum og hef alltaf gert. Ákvörðun mín að fara var ekki persónuleg. Ég þekki þennan völl og hef hitt úr mörgum skotum hérna. Ég vildi láta til mín taka," sagði James. Það fór misvel í áhorfendur þegar James reyndi að gantast við fyrrum félaga sína í Cleveland í upphafi leiks. Leikmönnum Cleveland leið greinilega ekki vel með það því þeir reyndu að vera kurteisir en að sama skapi vildu þeir ekki tala of mikið við hann. Í kjölfarið virtist einn aðstoðarþjálfara Cleveland segja James að steinhalda kjafti. "Þetta var bara skemmtilegt fyrir mig. Það var skemmtilegt að fá að spila gegn mínum gömlu félögum og þess vegna gantaðist ég við þá," sagði James. Þó svo hitinn í mönnum í Höllinni hefði verið mikil fór hasarinn ekki úr böndunum. Aðeins einn var handtekinn og fjórum var hent út úr húsi. Öryggisgæslan á leiknum var gríðarleg og lukkudýr Cleveland var í skotheldu vesti af öryggisástæðum. Af hverju einhver ætti að vilja skjóta það liggur ekki fyrir James ítrekaði eftir leikinn að hann sæi ekki eftir því að hafa farið frá Cleveland. "Ég vil ekki biðja neinn afsökunar. Ég ætlaði mér aldrei að særa neinn. Ég tók mína ákvörðun og verð að lifa með henni."
NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira