Innlent

Barn hætt komið í verslun - lífshættulegar rúllugardínur

Börn að leik. Myndin er úr safni.
Börn að leik. Myndin er úr safni.

Nýlega var ungt barn hætt komið þegar það vafði snúru úr rúllugardínu í kringum hálsinn á sér að sögn Herdísar L. Storgaard, Forstöðumans Forvarnarhússins. Hún segir að barnið hafi verið statt í verslun þegar slysið varð en foreldri þess leit af því eitt augnablik á meðan á afgreiðslu stóð.

Að gefnu tilefni vill Herdís benda öllum verslunum og þjónustu fyrirtækjum á að kanna allar gardínur hjá sér. Um er að ræða strimlagardínur eða rúllugardínum sem eru með snúrum eða perlukeðju með lykkju.

Herdís bendir foreldum um að athuga einnig gardínur á heimilinu þar sem slík slys gerast oftast á heimilum.

Nýlega dóu 3 börn í sama mánuði í Bretlandi eftir að þau flæktust í gardínusnúru. Þess má geta að þetta er ekki fyrsta atvikið hér á landi að sögn Herdísar. Árlega eru tvö til þrjú börn hætt komin við samskonar aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×