Reikningur til Manarbúa fyrir Kaupþing 12 milljarðar 10. febrúar 2010 09:54 Skattgreiðendur á eyjunni Mön munu þurfa að greiða 60 milljónir punda, eða um 12 milljarða kr., til þess að hægt sé að standa við greiðslur á innlánstryggingum á reikningum hjá dótturfélags Kaupþings á eyjunni.Þetta kemur fram í ítarlegri grein um málið í blaðinu Telegraph. Dótturfélagið, eða Kaupthing Singer & Friedlander Isle of Man (KSFIOM) féll á sama tíma og Kaupþing á Bretlandseyjum. Stjórnvöld á Mön neyddust til að greiða innistæðueigendum KSFIOM 150 milljónir punda í innistæðutryggingu sem sett var á 50.000 pund á hvern reikning.Samkvæmt Telegraph er talið að um 90 milljónir punda náist upp í þessa heildargreiðslu þegar búið verður að gera þrotabú KSFIOM upp. Skaði skattgreiðenda verður sum sé 60 milljónir punda.Fram kemur í blaðinu að þegar hafi þrír af hverjum fjórum innistæðueigendum KSFIOM fengið sínar innistæður greiddar að fullu. Fjöldi innistæðueigenda nam tæpum 6.400 einstaklingum.Sérstök hagsmunasamtök innistæðueigenda (DAG) halda því fram að þessar tölur segi ekki alla söguna. Um 2.500 einstaklingar hafi átt meir en 50.000 pund hver inni hjá KSFIOM. Þar að auki hafi 1.500 einstaklingar í viðbót átt fé í bankanum í formi skuldabréfa eða innistæðna í sjóðum.Skiptaráðendur þrotabús KSFIOM segja að þegar upp er staðið muni um 90% fást upp í kröfur viðskiptavina bankans. Það gæti hinsvegar tekið allt að fimm ár að endurgreiða þessar kröfur. Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Skattgreiðendur á eyjunni Mön munu þurfa að greiða 60 milljónir punda, eða um 12 milljarða kr., til þess að hægt sé að standa við greiðslur á innlánstryggingum á reikningum hjá dótturfélags Kaupþings á eyjunni.Þetta kemur fram í ítarlegri grein um málið í blaðinu Telegraph. Dótturfélagið, eða Kaupthing Singer & Friedlander Isle of Man (KSFIOM) féll á sama tíma og Kaupþing á Bretlandseyjum. Stjórnvöld á Mön neyddust til að greiða innistæðueigendum KSFIOM 150 milljónir punda í innistæðutryggingu sem sett var á 50.000 pund á hvern reikning.Samkvæmt Telegraph er talið að um 90 milljónir punda náist upp í þessa heildargreiðslu þegar búið verður að gera þrotabú KSFIOM upp. Skaði skattgreiðenda verður sum sé 60 milljónir punda.Fram kemur í blaðinu að þegar hafi þrír af hverjum fjórum innistæðueigendum KSFIOM fengið sínar innistæður greiddar að fullu. Fjöldi innistæðueigenda nam tæpum 6.400 einstaklingum.Sérstök hagsmunasamtök innistæðueigenda (DAG) halda því fram að þessar tölur segi ekki alla söguna. Um 2.500 einstaklingar hafi átt meir en 50.000 pund hver inni hjá KSFIOM. Þar að auki hafi 1.500 einstaklingar í viðbót átt fé í bankanum í formi skuldabréfa eða innistæðna í sjóðum.Skiptaráðendur þrotabús KSFIOM segja að þegar upp er staðið muni um 90% fást upp í kröfur viðskiptavina bankans. Það gæti hinsvegar tekið allt að fimm ár að endurgreiða þessar kröfur.
Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira