Miklar bensínbirgðir halda olíuverðinu niðri 10. febrúar 2010 09:27 Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar í morgun í kjölfar fregna frá Bandaríkjunum að olíubirgðir landsins hafi aukist um 7,2 milljónir tunna í síðustu viku. Þá hafa bensínbirgðir Bandaríkjanna ekki verið meiri síðan í mars 1999 en þær nema nú 228,2 milljónum tunna.Framangreindar upplýsingar koma frá The American Petroleum Institute. Á föstudag er síðan von á nýjum tölum frá orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna og er þess vænst að þær sýni áframhaldandi aukningu á olíubirgðum landsins um 1,5 milljónir tunna í þessari viku.Victor Schum stjórnandi hjá Purvin & Gertz í Singapore segir í samtali við Bloomberg fréttaveituna að þessar miklu birgðir hafi það í för með sér að heimsmarkaðsverð á olíu verði ekki hærra en um 70 dollara á tunnuna í náinni framtíð.WTI olían á markaðinum í New York lækkaði um 0,3% í morgun og stendur í 73,5 dollurum á tunnuna. Brent olían á markaðinum í London lækkaði um 0,5% og stendur í 71,8 dollurum.Aðrar hrávörur hækka lítilsháttar í morgun þrátt fyrir áframhaldandi styrkingu dollarins. Þetta á við um gull, kopar og ál. Álverðið á markaðinum í London er aftur komið upp fyrir 2.000 dollara á tonnið en það fór niður úr því verði fyrr í vikunni. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar í morgun í kjölfar fregna frá Bandaríkjunum að olíubirgðir landsins hafi aukist um 7,2 milljónir tunna í síðustu viku. Þá hafa bensínbirgðir Bandaríkjanna ekki verið meiri síðan í mars 1999 en þær nema nú 228,2 milljónum tunna.Framangreindar upplýsingar koma frá The American Petroleum Institute. Á föstudag er síðan von á nýjum tölum frá orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna og er þess vænst að þær sýni áframhaldandi aukningu á olíubirgðum landsins um 1,5 milljónir tunna í þessari viku.Victor Schum stjórnandi hjá Purvin & Gertz í Singapore segir í samtali við Bloomberg fréttaveituna að þessar miklu birgðir hafi það í för með sér að heimsmarkaðsverð á olíu verði ekki hærra en um 70 dollara á tunnuna í náinni framtíð.WTI olían á markaðinum í New York lækkaði um 0,3% í morgun og stendur í 73,5 dollurum á tunnuna. Brent olían á markaðinum í London lækkaði um 0,5% og stendur í 71,8 dollurum.Aðrar hrávörur hækka lítilsháttar í morgun þrátt fyrir áframhaldandi styrkingu dollarins. Þetta á við um gull, kopar og ál. Álverðið á markaðinum í London er aftur komið upp fyrir 2.000 dollara á tonnið en það fór niður úr því verði fyrr í vikunni.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira