Innlent

Rafræn skráning brýtur blað

Lyfjanotkun sex mánuði aftur í tímann er á meðal upplýsinga í rafrænum hestapössum.  Fréttablaðið/GVA
Lyfjanotkun sex mánuði aftur í tímann er á meðal upplýsinga í rafrænum hestapössum. Fréttablaðið/GVA
Evrópusambandið (ESB) hefur tekið gilda rafræna hestapassa sem Bændasamtök Íslands hafa komið á fót í samstarfi við Alþjóðasamtök íslenska hestsins. Skráning gagnabankans er á www.worldfengur.com, eða WF.

„Tekið skal fram að engin fordæmi eru fyrir rafrænum hesta­passa innan ESB og því má segja að WF ryðji brautina,“ segir á vef Matvælastofnunar. Þar kemur fram að mikið hagræði fylgi rafrænu skráningunni, en krafist sé nákvæmra gagna við útflutning hrossa og hrossakjöts til Evrópulanda. Bent er á að útflutningsverðmæti hrossakjöts hafi verið um 200 milljónir árið 2008, auk þeirra umsvifa sem slátrun og vinnsla skapi hér á landi. - óká



Fleiri fréttir

Sjá meira


×