Buðu aflandsviðskipti fram að þroti 1. febrúar 2010 03:00 Ingibjörg Guðbjartsdóttir frá Seðlabankanum, Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota, og Gunnar Andersen, forstjóri FME, fræddu blaðamenn um Aserta-málið fyrir helgi. Fréttablaðið/Pjetur Starfsmenn Straums buðu íslenskum útflutningsfyrirtækjum upp á gjaldeyrisviðskipti á aflandsmörkuðum eftir að Alþingi samþykkti gjaldeyrishöft Seðlabankans í nóvember 2008 og þar til skömmu áður en hann fór í þrot í mars í fyrra. Tilboð bankans hljóðaði upp á tíu prósenta hærra gengi en skráð var hjá Seðlabankanum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þráfaldur orðrómur var um ólögmæt gjaldeyrisviðskipti Straums í gegnum útibú hans erlendis eftir að gjaldeyrishöftin voru sett. Forsvarsmenn bankans vísuðu honum á bug og fór William Fall, þá forstjóri bankans, þess á leit við Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið að þau tækju gjaldeyrisviðskiptin til sérstakrar skoðunar fyrir ári. Líkt og fram hefur komið eru fjórmenningarnir, sem grunaðir eru um ólögmæt gjaldeyrisviðskipti fyrir um níutíu fyrirtæki og einstaklinga, fyrrum starfsmenn Straums. Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði húsleit á fjórum heimilum og einni starfsstöð í tengslum við málið á föstudag og yfirheyrði fjórmenningana fram yfir miðnætti sama dag. Mennirnir eru allir búsettir í Bretlandi en störfuðu hjá miðlunarfyrirtækinu Aserta AB, sem skráð er í Svíþjóð. Grunur leikur á að þeir hafi tekið við erlendum tekjum íslenskra fyrirtækja þar og keypt fyrir hann krónur í staðinn. Gengi krónunnar var allt að fjörutíu prósentum lægra þar en hjá Seðlabankanum á þeim tíma sem grunur leikur á að gjaldeyrisviðskiptin hafi átt sér stað. Gjaldeyrisviðskiptin fóru meðal annars fram í gegnum Bretland, Kanada og Lúxemborg en krónurnar komu inn í landið í gegnum reikning hjá Arion banka. Upp komst um málið eftir að Seðlabankinn setti regluvörð í bankann í nóvember í fyrra til að fylgjast með innflæði á krónum af erlendum reikningum. Seðlabankinn sendi málið til Fjármálaeftirlitsins (FME), sem kærði málið til ríkislögreglustjóra. Veltan á reikningum Aserta nam 48 milljörðum króna á tímabilinu sem er til rannsóknar. Þar af komu þrettán milljarðar inn í landið. „Við vitum ekki hversu margir milljarðar eru enn erlendis,“ segir Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Hann bendir á að búið sé að kyrrsetja tvö hundruð milljónir króna af áætluðum hagnaði viðskiptanna. Ekki sé útilokað að upphæðin hækki enda áætlaður hagnaður allt frá einum til fimm milljarða króna, að sögn Gunnars. Enn eigi eftir að ræða við viðskiptavini Aserta, að sögn Gunnars. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Starfsmenn Straums buðu íslenskum útflutningsfyrirtækjum upp á gjaldeyrisviðskipti á aflandsmörkuðum eftir að Alþingi samþykkti gjaldeyrishöft Seðlabankans í nóvember 2008 og þar til skömmu áður en hann fór í þrot í mars í fyrra. Tilboð bankans hljóðaði upp á tíu prósenta hærra gengi en skráð var hjá Seðlabankanum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þráfaldur orðrómur var um ólögmæt gjaldeyrisviðskipti Straums í gegnum útibú hans erlendis eftir að gjaldeyrishöftin voru sett. Forsvarsmenn bankans vísuðu honum á bug og fór William Fall, þá forstjóri bankans, þess á leit við Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið að þau tækju gjaldeyrisviðskiptin til sérstakrar skoðunar fyrir ári. Líkt og fram hefur komið eru fjórmenningarnir, sem grunaðir eru um ólögmæt gjaldeyrisviðskipti fyrir um níutíu fyrirtæki og einstaklinga, fyrrum starfsmenn Straums. Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði húsleit á fjórum heimilum og einni starfsstöð í tengslum við málið á föstudag og yfirheyrði fjórmenningana fram yfir miðnætti sama dag. Mennirnir eru allir búsettir í Bretlandi en störfuðu hjá miðlunarfyrirtækinu Aserta AB, sem skráð er í Svíþjóð. Grunur leikur á að þeir hafi tekið við erlendum tekjum íslenskra fyrirtækja þar og keypt fyrir hann krónur í staðinn. Gengi krónunnar var allt að fjörutíu prósentum lægra þar en hjá Seðlabankanum á þeim tíma sem grunur leikur á að gjaldeyrisviðskiptin hafi átt sér stað. Gjaldeyrisviðskiptin fóru meðal annars fram í gegnum Bretland, Kanada og Lúxemborg en krónurnar komu inn í landið í gegnum reikning hjá Arion banka. Upp komst um málið eftir að Seðlabankinn setti regluvörð í bankann í nóvember í fyrra til að fylgjast með innflæði á krónum af erlendum reikningum. Seðlabankinn sendi málið til Fjármálaeftirlitsins (FME), sem kærði málið til ríkislögreglustjóra. Veltan á reikningum Aserta nam 48 milljörðum króna á tímabilinu sem er til rannsóknar. Þar af komu þrettán milljarðar inn í landið. „Við vitum ekki hversu margir milljarðar eru enn erlendis,“ segir Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Hann bendir á að búið sé að kyrrsetja tvö hundruð milljónir króna af áætluðum hagnaði viðskiptanna. Ekki sé útilokað að upphæðin hækki enda áætlaður hagnaður allt frá einum til fimm milljarða króna, að sögn Gunnars. Enn eigi eftir að ræða við viðskiptavini Aserta, að sögn Gunnars.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira