Innlent

Hægt að koma málum fyrir dóm án lagabreytinga

Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra.
Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra.

Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir, telur ekki þörf á sérstakri flýtimeðferð einkamála fyrir dómstólum eins og Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til á þingi í morgun.

Hann, ásamt fleiri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, lögðu fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um meðferð einkamála sem tryggja að mál sem varða gengistryggð lán og álitaefni þeim tengd fái flýtimeðferð í dómskerfinu.

Ragna segir ekki þörf á þessu í ljósi þess að þrátt fyrir yfirvofandi réttarhlé hjá héraðsdómum, þá sé hægt að skjóta málum fyrir dóm sé fyrir hendi samkomulag við héraðsdóm um slíkt.

Aðspurð hvert geti helst verið ágreiningsefnið vegna nýfallins dóms um ólögmæti gengistryggingar, svaraði Ragna: „Það þarf að spyrja lánastofnanir um það hvað sé svona óljóst."

Ragna segir frumvarpið góðra gjalda vert en áréttar að það sé hægt að forgangsraða málum fyrir dómstólum án lagabreytinga þannig að það sé unnt að koma þeim í dómssal.


Tengdar fréttir

Vill að gengistryggingarmál fái flýtimeðferð

Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ásamt fleiri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um meðferð einkamála sem tryggja að mál sem varða gengistryggð lán og álitaefni þeim tengd fái flýtimeðferð í dómskerfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×