Innlent

Einar K.: Flokkurinn er ekki að klofna

Einar K. Guðfinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra.
Einar K. Guðfinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Sjálfstæðismenn hafa ástæðu til að óttast klofning flokksins verði tillaga um að Ísland dragi umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu til baka borin upp á landsfundi flokksins. Þetta segir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður flokksins segir ummæli sem þessi minna á hótanir.

Mikill kurr er nú meðal Evrópusinnaðra sjálfstæðismanna vegna umræðu um að á landsfundi flokksins verði borin upp sú tillaga að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka.

Sveinn Andri Sveinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi sjálfstæðismanna og meðlimur í hreyfingunni Sjálfstæðir Evrópumenn, segir að innan flokksins hafi hingað til verið rúm fyrir skoðanir Evrópusinna og þeirra sem eru mótfallnir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Verði það lagt til að tillaga um að umsókn Íslands í sambandið verði dregin til baka sé ljóst að það muni hleypa mjög illu blóði í flokksmenn beggja fylkinga.

Þá bendir Sveinn Andri á að Evrópumál hafi reynst jafnt hægri- sem vinstriflokkum erfið víða og klofið flokka. „Það er talverð umræða í gangi meðal hófsamra Evrópusinnaðra hægrimanna um það ef gangi fram sem horfir þá slíti menn sig frá," segir Sveinn Andri.

Einar Kristinn Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðismanna hefur talað gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hann segir það ofsögum sagt að hætta sé á að flokkurinn klofni vegna þessarar tillögu. Sér þyki sem einstaka menn hafi verið með hálfgerðar hótanir í þessum efnum.

„Svo er það nú bara þannig á landsfundum að þangað berast ótal ályktanir og tillögur sem við tökum þá afstöðu til. Menn geta ekki hlaupið í fýlu yfir einhverjum slíkum tillögum sem koma fyrir landsfund," segir Einar.


Tengdar fréttir

Sveinn Andri: Ástæða til að óttast klofning í Sjálfstæðisflokknum

Sjálfstæðismenn hafa ástæðu til að óttast klofning flokksins verði tillaga um að Ísland dragi umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu til baka borin upp á landsfundi flokksins um helgina. Þetta segir Sveinn Andri Sveinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×