Innlent

Jón Gnarr: Verð bara í jakkafötum við sérstök tilefni

Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík
Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík Mynd/GVA
Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík hefur ákveðið að ganga aðeins í jakkafötum við sérstök tilefni. Þetta segir hann í dagbók sinni sem hann heldur úti á fésbókinni. Þar segir hann einnig að hann hafi heimsótt Fjölskylduhjálp Íslands sem og Konukot í gær og „fundað um allskonar".

Það er því ljóst að Jón fór ekki í nein sérstök tilefni í gær því hann segist ekki hafa klæðst jakkafötum í gær.

„Var ekki í jakkafötum í dag. Hef ákveðið að ganga í jakkafötum aðeins við sérstök tilefni. Fór og heimsótti Fjölskylduhjálpina og Konukot í dag. Fundaði um allskonar. Hitti fólk sem hafði pantað viðtöl og það var mjög uppbyggilegt," skrifar Jón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×