Bankarnir greiða úr eigin flækjum 3. mars 2010 06:00 Hagar er eitt af fyrirtækjunum sem á að selja í útboði. Í kjölfar þess að íslenskt efnahagslíf fór á hliðina haustið 2008 flykktust að þröskuldi bankanna fjölmörg fyrirtæki í fjárhagslegum vanda. Eigendur þeirra höfðu þá misst allt sitt og gátu ekki staðið við bak fyrirtækjanna, eða þá að efnahagsreikningur fyrirtækjanna var sligaður af skuldum, gjarnan í erlendri mynt. Lítið var þó við ráðið í fyrstu. Aðstæðurnar voru af þvílíkri stærðargráðu að lítil þekking var innandyra í bankageiranum á því hvað skyldi gera. Til að bæta gráu ofan á svart var ekki ljóst hvernig efnahagsreikningur bankanna leit út og óvíst um eignarhald þeirra. Það tók ekki að skýrast fyrr en í fyrrasumar og tóku þá málin að þokast í rétta átt. Nú er svo komið að bankarnir eru orðnir æði fyrirferðarmiklir í fyrirtækjarekstri. Þeir stýra og eiga að hluta, jafnvel öllu leyti, meirihluta þeirra fyrirtækja sem landsmenn eiga í viðskiptum við á hverjum degi.leiðarvísir fjárhagslegra vandræðaInnan fyrirtækjasviðs bankanna þriggja, Arion banka (áður Kaupþings), Íslandsbanka og Landsbankans, var hafist handa við það snemma á síðasta ári að kortleggja fjárhagsstöðu íslenskra fyrirtækja og hluthafa þeirra. Innan þeirra voru settar upp sérstakar deildir með starfsfólk af ýmsum sviðum, svo sem af fyrirtækja- og ráðgjafarsviði. Hlutverk þeirra er eitt og hið sama og ferlið sambærilegt þótt hver bankanna hafi sínar eigin verklagsreglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja.Deild Landsbankans nefnist Fyrirtækjaþróun og er hún innan fyrirtækjasviðsins. Hlutverk deildarinnar er kerfisbundin greining á stöðu lánasafns fyrirtækjasviðs bankans og leggur hún fram tillögur og úrræði fyrir fyrirtæki í fjárhagslegum vanda. Lánanefnd þarf að samþykkja tillögur áður en lengra er haldið. Aðgerðirnar fela oftar en ekki í sér skuldaskipulagningu sem endar farsællega og því ekki þörf á frekari aðgerðum bankans. Þetta á jafnframt við um hina bankana tvo. Í einhverjum tilvikum verður þó ekki hlaupist undan því að bankinn breyti kröfum sínum í hlutafé, jafnvel taki fyrirtækið yfir. Þegar það gerist færist umsýsla bankans yfir til eignarhaldsfélagsins Vestia.Helsta markmið Vestia er að hámarka virði þeirra eignahluta sem félagið eignast fyrir Landsbankann. Stefnt er á að eiga fyrirtækin í eins stuttan tíma og mögulegt er og selja þau áfram þegar fullnægjandi árangur hefur náðst. Gagnsæi er á starfsemi Vestia og má sjá þau fyrirtæki sem eignarhaldsfélagið á hlut í að einhverju eða öllu leyti á vefsíðu félagsins.Arion banki starfrækir sambærilega deild innan bankans, svonefnt Úrlausnasvið, sem starfar sjálfstætt frá útlánasviðum. Þar hafa hátt í fjörutíu fyrirtæki þegar farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. Nú eru tæplega fimm prósent þeirra fyrirtækja sem eru í viðskipum við Arion banka í endurskipulagningu.Halldór Lúðvígsson, framkvæmdastjóri Úrlausnasviðs hjá Arion banka, segir að áhersla sé lögð á að finna lausnir fyrir fyrirtækin sem leiðir ekki af sér afskriftir krafna og yfirtöku bankans á þeim.„Við reynum hvað við getum að finna lausn með núverandi eigendum en það er því miður ekki alltaf hægt," segir hann og bendir á að minni fyrirtæki séu oftar en ekki háð stofnendum og stjórnendum þeirra.„Fjárhagsleg endurskipulagning hluta af tæplega fjörutíu fyrirtækjum er lokið og lauk henni með því að eigendur komu með nýtt eigið fé eða veð svo félagið hélt áfram starfsemi í þeirri mynd sem það var fyrir," bendir Halldór á. Með nýju eiginfé leggja fyrrverandi eigendur inn nýtt fé og greiða niður hluta af lánum. Eftirstöðvar af lánum eru þá oft settar í annan búning. Þegar þetta gengur eftir er til umræðu að bankinn, í hlutverki lánardrottins, komi til móts við það og lækki kröfur sínar á hendur fyrirtækinu. Allt fer þetta þó eftir stöðu fyrirtækisins, umfangi þess og fjölda kröfuhafa. Þegar kröfuhafar eru færri er endurskipulagningin auðveldari. Mikil áhersla er lögð á það hjá Arion banka að endurskipulagningarferlið gangi eins hratt og mögulegt er.Enn sem komið er hefur Arion banki tekið yfir afar fá félög, eða sex að hluta eða að öllu leyti. Fimm prósent í Atorku, sautján í Stoðum og um fjörutíu prósent í fasteignafélaginu Landic. Hlutina eignaðist bankinn í kjölfar nauðasamninga. Hin þrjú félögin eru Hekla, Penninn og 1998 ehf., sem á Haga, móðurfélag Hagkaupa, Bónuss og fjölda annarra verslana. Stefnt er að skráningu Haga á hlutabréfamarkað á seinni hluta árs og reiknað með að Penninn og Hekla fari fljótlega í söluferli.Bankinn stefnir ekki að því að reka yfirtekin félög til langframa, heldur selja þau eins fljótt og kostur er. Eignasel, eignarhaldsfélag Arion banka, mun halda utan um hluti bankans í yfirteknum félögum en verið er að koma starfseminni í gang.Keimlíka sögu er að segja af Íslandsbanka. Þar á bæ var staða lánasafnsins kortlögð snemma á síðasta ári og fyrirtækjum forgangsraðað. Niðurstaðan var sú að efnahagsreikningur fjórðungs fyrirtækja í viðskiptum við Íslandsbanka var í góðu lagi en fjórðungur taldist ekki eiga sér viðreisnar von. Helmingur fyrirtækja þurfti á mismikilli fjárhagslegri endurskipulagningu að halda.Íslandsbanki hefur tekið yfir fyrirtæki í mjög litlum mæli. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum er erfitt að segja til um hversu mörg fyrirtæki hafa verið endurskipulögð. Stefnt mun vera að því að ljúka verkinu að mestu leyti á þessu ári og hreinsa að stærstum hluta lánabók bankans.Bankinn hefur tekið yfir Steypustöðina auk Sjóvár og Skeljungs, sem sett voru inn í eignaumsýslufélagið Miðengi en eru í söluferli. Í öðrum tilvikum er um að ræða yfirtöku á hlutafé, sem bankinn hefur haft veð í. Þar á meðal er tæpur 47 prósenta hlutur í Icelandair Group, sem bankinn tók af eignarhaldsfélögunum Mætti og Nausti, félögum bræðranna Benedikts og Einars Sveinssona og Karls og Steingríms Wernerssona. Viðmælendur Markaðarins segja ekki útilokað að bankinn sé við stýrið á fleiri fyrirtækjum og eignarhaldsfélögum með óformlegum hætti án þess að gera það opinberlega. Því til sönnunar hefur bankinn skipað stjórnarmenn í 21 fyrirtæki, eða tæpum helmingi þeirra fyrirtækja sem bankarnir allir hafa fengið stjórnarsæti í. Þau eru 48 í heildina.erfiðleikarnir skrifast á bankanaUmfang fyrirtækjarekstrar bankanna hefur verið harðlega gagnrýnt. Helst beinist gagnrýnin að því að fjárhagsleg staða fyrirtækjanna sem bankarnir hafa tekið yfir sé að miklu leyti þeim sjálfum að kenna. Bankarnir hafi farið offari á tímum uppsveiflu þegar nægt framboð hafi verið á ódýru lánsfé á öllum mörkuðum og ausið úr sjóðum sínum til fyrirtækjakaupa án þess að starfsmenn útlánasviða hafi velt efnahagsreikningi og rekstrarhæfi fyrirtækjanna mikið fyrir sér.Þá hafa nokkrir sem Markaðurinn hefur rætt við vegna umfjöllunarinnar bent á náin tengsl helstu hluthafa bankanna við þau fyrirtæki sem nú séu í vanda stödd. Nægir þar að nefna fisksölufyrirtækið Icelandic Group. Það var um tíma að mestu í eigu Magnúsar Þorsteinssonar, fyrrverandi liðsmanns í Samsonar-hópnum svokallaða, og eins af nánustu viðskiptafélögum feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar. Síðar komst félagið í eigu Björgólfs eldri, sem þá var formaður bankaráðs Landsbankans. Icelandic Group keyrði ofan í skuldasúpu í kjölfar dýrkeyptra skuldsettra yfirtakna í höndum þeirra og var fyrirtækið komið að barmi gjaldþrots í kringum fall íslensku bankanna í október 2008. Landsbankinn kom félaginu til bjargar á bak við tjöldin, lagði því til þrjátíu milljarða króna og tók við stjórnartaumum. Vestia tók félagið formlega yfir á dögunum og er Steinþór Baldursson, framkvæmdastjóri Vestia, nú stjórnarformaður Icelandic Group. Sömu sögu má segja um fjárhagsleg vandræði Eimskips, sem sökk í skuldafen í faðmi þeirra Magnúsar og Björgólfs. Skilanefnd Landsbankans stýrir nú meirihluta í félaginu ásamt öðrum kröfuhöfum. Nýi Landsbankinn á fimm prósenta hlut í Eimskipi í dag. Annað dæmi sem viðmælendur nefna er skuldsett yfirtaka fjárfesta tengdum stórum hluthöfum bankanna, svo sem Kaupþings og Glitnis. Þar ber hæst kaup Knúts G. Haukssonar, forstjóra Heklu, og tengdra aðila á bílaumboðinu. Knútur vann lengi vel hjá Samskipum, skipaflutningafélaginu sem Ólafur Ólafsson hefur löngum verið kenndur við. Á meðal annarra fjárfesta í kaupunum á umboðinu á sínum tíma var Hjörleifur Jakobsson, framkvæmdastjóri fjárfestingarfélagsins Kjalar, sem var í eigu Ólafs. Ólafur var á sama tíma með stærstu hluthöfum Kaupþings, sem fjármagnaði kaupin. Arion banki tók umboðið yfir í febrúar í fyrra og var það eitt af fyrstu stóru fyrirtækjunum sem lenti í vasa bankanna.Kaup Sævarhöfða á bílaumboðinu Ingvari Helgasyni og B&L um mitt ár 2007 eru af sama meiði. Eigendur Sævarhöfða er eignarhaldsfélagið Sund, sem að mestu hefur verið í eigu Gunnþórunnar Jónsdóttur og barna hennar, Jóns Kristjánssonar og Gabríelu Kristjánsdóttur. Félagið átti um tíma stóra hluti í Landsbankanum, Kaupþingi og Byr sparisjóði. Kristinn Geirsson, sem settist í forstjórastól Ingvars Helgasonar, var í tilkynningum tengdum kaupunum á bílaumboðinu sömuleiðis sagður hluthafi í Sævarhöfða. Hann átti sæti í stjórn Glitnis á sama tíma en varð í apríl 2008 framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs bankans.Eftir bankahrunið tók að syrta í álinn hjá bílainnflytjendum þegar sala á nýjum bílum dróst saman um rúm níutíu prósent á milli ára. Bæði bílaumboðin voru flutt undir sama þak í kjölfarið. Íslandsbanki fékk endurskoðendafyrirtækið KPMG til að vera ráðgjafi um fjárhagslega endurskipulagningu bílainnflytjandans í fyrrahaust. Á endanum fór svo að Íslandsbanki tók fyrirtækið yfir.Fjölmörg svipuð dæmi má tína til þar sem háar fjárhæðir runnu úr bönkunum vegna umfangsmikilla fyrirtækjakaupa stærstu hluthafa þeirra og tengdra aðila.Bakland í bankanumÞeir viðmælendur sem rætt hefur verið við vegna þessarar umfjöllunar gagnrýna margt í aðkomu bankanna að þeim fyrirtækjum sem þar lenda, ekki síst þeim sem bankarnir taka yfir.Helsta gagnrýnin lýtur að því fjárhagslega öryggi sem stjórnendur fyrirtækjanna virðast finna fyrir. Þeir virðist óhræddir við að bjóða upp á afslátt sem önnur fyrirtæki ráða ekki við og líta á sem undirboð á samkeppnismarkaði. Dæmi um þetta er Húsasmiðjan sem Landsbankinn á.Húsasmiðjan tengdist jafnframt annarri gagnrýni viðmælenda, sem jafnframt er af almennum toga og lýtur að sölu þeirra og tilraunum annarra fjárfesta til að kaupa þau. Þar virðist oftar en ekki komið að lokuðum dyrum og bankanum, að sögn þeirra sem rætt hefur verið við, virðist umhugað um að halda í fyrirtækið í óákveðinn tíma. Þetta mun eiga við í tilviki Húsasmiðjunnar en eftir því sem næst verður komist mun áhugasamur erlendur fjárfestir hafa lýst yfir áhuga á að kaupa hlut í Húsasmiðjunni. Ekkert liggur þó fyrir um skilmála viðskiptanna að öðru leyti en því að Landsbankinn átti að fá að eignast hlut í fyrirtækinu og geta selt hann síðar.Að þessu var ekki gengið og heyrir Húsasmiðjan nú undir Vestia, eignarhaldsfélag Landsbankans. Þetta mun ekki vera einsdæmi en Markaðurinn hefur heyrt fleiri sögur í svipuðum dúr. Erfitt er þó að greina hvað greindi á milli enda kunna bankarnir að líta málin öðrum augum en þeir sem ekki fengu að kaupa fyrirtæki úr eignasafni þeirra.Viðmælendur Markaðarins benda jafnframt á að lenska sé að stjórnendur fyrirtækja í vanda hoppi frá borði í endurskipulagningunni. Það komi sér illa enda stjórnendurnir með yfirgripsmikla þekkingu á daglegum rekstri viðkomandi fyrirtækis. Þessa þróun telja menn geta leitt til þess að fyrirtækin muni liggja í gjörgæslu bankanna lengur en þurfa þyki. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Í kjölfar þess að íslenskt efnahagslíf fór á hliðina haustið 2008 flykktust að þröskuldi bankanna fjölmörg fyrirtæki í fjárhagslegum vanda. Eigendur þeirra höfðu þá misst allt sitt og gátu ekki staðið við bak fyrirtækjanna, eða þá að efnahagsreikningur fyrirtækjanna var sligaður af skuldum, gjarnan í erlendri mynt. Lítið var þó við ráðið í fyrstu. Aðstæðurnar voru af þvílíkri stærðargráðu að lítil þekking var innandyra í bankageiranum á því hvað skyldi gera. Til að bæta gráu ofan á svart var ekki ljóst hvernig efnahagsreikningur bankanna leit út og óvíst um eignarhald þeirra. Það tók ekki að skýrast fyrr en í fyrrasumar og tóku þá málin að þokast í rétta átt. Nú er svo komið að bankarnir eru orðnir æði fyrirferðarmiklir í fyrirtækjarekstri. Þeir stýra og eiga að hluta, jafnvel öllu leyti, meirihluta þeirra fyrirtækja sem landsmenn eiga í viðskiptum við á hverjum degi.leiðarvísir fjárhagslegra vandræðaInnan fyrirtækjasviðs bankanna þriggja, Arion banka (áður Kaupþings), Íslandsbanka og Landsbankans, var hafist handa við það snemma á síðasta ári að kortleggja fjárhagsstöðu íslenskra fyrirtækja og hluthafa þeirra. Innan þeirra voru settar upp sérstakar deildir með starfsfólk af ýmsum sviðum, svo sem af fyrirtækja- og ráðgjafarsviði. Hlutverk þeirra er eitt og hið sama og ferlið sambærilegt þótt hver bankanna hafi sínar eigin verklagsreglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja.Deild Landsbankans nefnist Fyrirtækjaþróun og er hún innan fyrirtækjasviðsins. Hlutverk deildarinnar er kerfisbundin greining á stöðu lánasafns fyrirtækjasviðs bankans og leggur hún fram tillögur og úrræði fyrir fyrirtæki í fjárhagslegum vanda. Lánanefnd þarf að samþykkja tillögur áður en lengra er haldið. Aðgerðirnar fela oftar en ekki í sér skuldaskipulagningu sem endar farsællega og því ekki þörf á frekari aðgerðum bankans. Þetta á jafnframt við um hina bankana tvo. Í einhverjum tilvikum verður þó ekki hlaupist undan því að bankinn breyti kröfum sínum í hlutafé, jafnvel taki fyrirtækið yfir. Þegar það gerist færist umsýsla bankans yfir til eignarhaldsfélagsins Vestia.Helsta markmið Vestia er að hámarka virði þeirra eignahluta sem félagið eignast fyrir Landsbankann. Stefnt er á að eiga fyrirtækin í eins stuttan tíma og mögulegt er og selja þau áfram þegar fullnægjandi árangur hefur náðst. Gagnsæi er á starfsemi Vestia og má sjá þau fyrirtæki sem eignarhaldsfélagið á hlut í að einhverju eða öllu leyti á vefsíðu félagsins.Arion banki starfrækir sambærilega deild innan bankans, svonefnt Úrlausnasvið, sem starfar sjálfstætt frá útlánasviðum. Þar hafa hátt í fjörutíu fyrirtæki þegar farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. Nú eru tæplega fimm prósent þeirra fyrirtækja sem eru í viðskipum við Arion banka í endurskipulagningu.Halldór Lúðvígsson, framkvæmdastjóri Úrlausnasviðs hjá Arion banka, segir að áhersla sé lögð á að finna lausnir fyrir fyrirtækin sem leiðir ekki af sér afskriftir krafna og yfirtöku bankans á þeim.„Við reynum hvað við getum að finna lausn með núverandi eigendum en það er því miður ekki alltaf hægt," segir hann og bendir á að minni fyrirtæki séu oftar en ekki háð stofnendum og stjórnendum þeirra.„Fjárhagsleg endurskipulagning hluta af tæplega fjörutíu fyrirtækjum er lokið og lauk henni með því að eigendur komu með nýtt eigið fé eða veð svo félagið hélt áfram starfsemi í þeirri mynd sem það var fyrir," bendir Halldór á. Með nýju eiginfé leggja fyrrverandi eigendur inn nýtt fé og greiða niður hluta af lánum. Eftirstöðvar af lánum eru þá oft settar í annan búning. Þegar þetta gengur eftir er til umræðu að bankinn, í hlutverki lánardrottins, komi til móts við það og lækki kröfur sínar á hendur fyrirtækinu. Allt fer þetta þó eftir stöðu fyrirtækisins, umfangi þess og fjölda kröfuhafa. Þegar kröfuhafar eru færri er endurskipulagningin auðveldari. Mikil áhersla er lögð á það hjá Arion banka að endurskipulagningarferlið gangi eins hratt og mögulegt er.Enn sem komið er hefur Arion banki tekið yfir afar fá félög, eða sex að hluta eða að öllu leyti. Fimm prósent í Atorku, sautján í Stoðum og um fjörutíu prósent í fasteignafélaginu Landic. Hlutina eignaðist bankinn í kjölfar nauðasamninga. Hin þrjú félögin eru Hekla, Penninn og 1998 ehf., sem á Haga, móðurfélag Hagkaupa, Bónuss og fjölda annarra verslana. Stefnt er að skráningu Haga á hlutabréfamarkað á seinni hluta árs og reiknað með að Penninn og Hekla fari fljótlega í söluferli.Bankinn stefnir ekki að því að reka yfirtekin félög til langframa, heldur selja þau eins fljótt og kostur er. Eignasel, eignarhaldsfélag Arion banka, mun halda utan um hluti bankans í yfirteknum félögum en verið er að koma starfseminni í gang.Keimlíka sögu er að segja af Íslandsbanka. Þar á bæ var staða lánasafnsins kortlögð snemma á síðasta ári og fyrirtækjum forgangsraðað. Niðurstaðan var sú að efnahagsreikningur fjórðungs fyrirtækja í viðskiptum við Íslandsbanka var í góðu lagi en fjórðungur taldist ekki eiga sér viðreisnar von. Helmingur fyrirtækja þurfti á mismikilli fjárhagslegri endurskipulagningu að halda.Íslandsbanki hefur tekið yfir fyrirtæki í mjög litlum mæli. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum er erfitt að segja til um hversu mörg fyrirtæki hafa verið endurskipulögð. Stefnt mun vera að því að ljúka verkinu að mestu leyti á þessu ári og hreinsa að stærstum hluta lánabók bankans.Bankinn hefur tekið yfir Steypustöðina auk Sjóvár og Skeljungs, sem sett voru inn í eignaumsýslufélagið Miðengi en eru í söluferli. Í öðrum tilvikum er um að ræða yfirtöku á hlutafé, sem bankinn hefur haft veð í. Þar á meðal er tæpur 47 prósenta hlutur í Icelandair Group, sem bankinn tók af eignarhaldsfélögunum Mætti og Nausti, félögum bræðranna Benedikts og Einars Sveinssona og Karls og Steingríms Wernerssona. Viðmælendur Markaðarins segja ekki útilokað að bankinn sé við stýrið á fleiri fyrirtækjum og eignarhaldsfélögum með óformlegum hætti án þess að gera það opinberlega. Því til sönnunar hefur bankinn skipað stjórnarmenn í 21 fyrirtæki, eða tæpum helmingi þeirra fyrirtækja sem bankarnir allir hafa fengið stjórnarsæti í. Þau eru 48 í heildina.erfiðleikarnir skrifast á bankanaUmfang fyrirtækjarekstrar bankanna hefur verið harðlega gagnrýnt. Helst beinist gagnrýnin að því að fjárhagsleg staða fyrirtækjanna sem bankarnir hafa tekið yfir sé að miklu leyti þeim sjálfum að kenna. Bankarnir hafi farið offari á tímum uppsveiflu þegar nægt framboð hafi verið á ódýru lánsfé á öllum mörkuðum og ausið úr sjóðum sínum til fyrirtækjakaupa án þess að starfsmenn útlánasviða hafi velt efnahagsreikningi og rekstrarhæfi fyrirtækjanna mikið fyrir sér.Þá hafa nokkrir sem Markaðurinn hefur rætt við vegna umfjöllunarinnar bent á náin tengsl helstu hluthafa bankanna við þau fyrirtæki sem nú séu í vanda stödd. Nægir þar að nefna fisksölufyrirtækið Icelandic Group. Það var um tíma að mestu í eigu Magnúsar Þorsteinssonar, fyrrverandi liðsmanns í Samsonar-hópnum svokallaða, og eins af nánustu viðskiptafélögum feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar. Síðar komst félagið í eigu Björgólfs eldri, sem þá var formaður bankaráðs Landsbankans. Icelandic Group keyrði ofan í skuldasúpu í kjölfar dýrkeyptra skuldsettra yfirtakna í höndum þeirra og var fyrirtækið komið að barmi gjaldþrots í kringum fall íslensku bankanna í október 2008. Landsbankinn kom félaginu til bjargar á bak við tjöldin, lagði því til þrjátíu milljarða króna og tók við stjórnartaumum. Vestia tók félagið formlega yfir á dögunum og er Steinþór Baldursson, framkvæmdastjóri Vestia, nú stjórnarformaður Icelandic Group. Sömu sögu má segja um fjárhagsleg vandræði Eimskips, sem sökk í skuldafen í faðmi þeirra Magnúsar og Björgólfs. Skilanefnd Landsbankans stýrir nú meirihluta í félaginu ásamt öðrum kröfuhöfum. Nýi Landsbankinn á fimm prósenta hlut í Eimskipi í dag. Annað dæmi sem viðmælendur nefna er skuldsett yfirtaka fjárfesta tengdum stórum hluthöfum bankanna, svo sem Kaupþings og Glitnis. Þar ber hæst kaup Knúts G. Haukssonar, forstjóra Heklu, og tengdra aðila á bílaumboðinu. Knútur vann lengi vel hjá Samskipum, skipaflutningafélaginu sem Ólafur Ólafsson hefur löngum verið kenndur við. Á meðal annarra fjárfesta í kaupunum á umboðinu á sínum tíma var Hjörleifur Jakobsson, framkvæmdastjóri fjárfestingarfélagsins Kjalar, sem var í eigu Ólafs. Ólafur var á sama tíma með stærstu hluthöfum Kaupþings, sem fjármagnaði kaupin. Arion banki tók umboðið yfir í febrúar í fyrra og var það eitt af fyrstu stóru fyrirtækjunum sem lenti í vasa bankanna.Kaup Sævarhöfða á bílaumboðinu Ingvari Helgasyni og B&L um mitt ár 2007 eru af sama meiði. Eigendur Sævarhöfða er eignarhaldsfélagið Sund, sem að mestu hefur verið í eigu Gunnþórunnar Jónsdóttur og barna hennar, Jóns Kristjánssonar og Gabríelu Kristjánsdóttur. Félagið átti um tíma stóra hluti í Landsbankanum, Kaupþingi og Byr sparisjóði. Kristinn Geirsson, sem settist í forstjórastól Ingvars Helgasonar, var í tilkynningum tengdum kaupunum á bílaumboðinu sömuleiðis sagður hluthafi í Sævarhöfða. Hann átti sæti í stjórn Glitnis á sama tíma en varð í apríl 2008 framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs bankans.Eftir bankahrunið tók að syrta í álinn hjá bílainnflytjendum þegar sala á nýjum bílum dróst saman um rúm níutíu prósent á milli ára. Bæði bílaumboðin voru flutt undir sama þak í kjölfarið. Íslandsbanki fékk endurskoðendafyrirtækið KPMG til að vera ráðgjafi um fjárhagslega endurskipulagningu bílainnflytjandans í fyrrahaust. Á endanum fór svo að Íslandsbanki tók fyrirtækið yfir.Fjölmörg svipuð dæmi má tína til þar sem háar fjárhæðir runnu úr bönkunum vegna umfangsmikilla fyrirtækjakaupa stærstu hluthafa þeirra og tengdra aðila.Bakland í bankanumÞeir viðmælendur sem rætt hefur verið við vegna þessarar umfjöllunar gagnrýna margt í aðkomu bankanna að þeim fyrirtækjum sem þar lenda, ekki síst þeim sem bankarnir taka yfir.Helsta gagnrýnin lýtur að því fjárhagslega öryggi sem stjórnendur fyrirtækjanna virðast finna fyrir. Þeir virðist óhræddir við að bjóða upp á afslátt sem önnur fyrirtæki ráða ekki við og líta á sem undirboð á samkeppnismarkaði. Dæmi um þetta er Húsasmiðjan sem Landsbankinn á.Húsasmiðjan tengdist jafnframt annarri gagnrýni viðmælenda, sem jafnframt er af almennum toga og lýtur að sölu þeirra og tilraunum annarra fjárfesta til að kaupa þau. Þar virðist oftar en ekki komið að lokuðum dyrum og bankanum, að sögn þeirra sem rætt hefur verið við, virðist umhugað um að halda í fyrirtækið í óákveðinn tíma. Þetta mun eiga við í tilviki Húsasmiðjunnar en eftir því sem næst verður komist mun áhugasamur erlendur fjárfestir hafa lýst yfir áhuga á að kaupa hlut í Húsasmiðjunni. Ekkert liggur þó fyrir um skilmála viðskiptanna að öðru leyti en því að Landsbankinn átti að fá að eignast hlut í fyrirtækinu og geta selt hann síðar.Að þessu var ekki gengið og heyrir Húsasmiðjan nú undir Vestia, eignarhaldsfélag Landsbankans. Þetta mun ekki vera einsdæmi en Markaðurinn hefur heyrt fleiri sögur í svipuðum dúr. Erfitt er þó að greina hvað greindi á milli enda kunna bankarnir að líta málin öðrum augum en þeir sem ekki fengu að kaupa fyrirtæki úr eignasafni þeirra.Viðmælendur Markaðarins benda jafnframt á að lenska sé að stjórnendur fyrirtækja í vanda hoppi frá borði í endurskipulagningunni. Það komi sér illa enda stjórnendurnir með yfirgripsmikla þekkingu á daglegum rekstri viðkomandi fyrirtækis. Þessa þróun telja menn geta leitt til þess að fyrirtækin muni liggja í gjörgæslu bankanna lengur en þurfa þyki.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun