Innlent

Náðu ekki samkomulagi um hvalveiðar

Tilraunir til að ná samkomulagi um hvalveiðar á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins sem fram fór í Marokkó runnu út í sandinn. Reynt var að komast að samkomulagi um málamiðlun sem fæli í sér takmarkaðar hvalveiðar. Eftir tveggja daga fundarhöld sé ljóst að ekkert samkomulag mun nást.

Samkvæmt málamiðlunartillögu hefðu Íslendingar, Norðmenn og Japanir getað stundað takmarkaðar veiðar undir eftirliti ráðsins næstu tíu árin. Andstæðingar hvalveiða hafa mótmælt við fundarstaðinn. Fulltrúi Bandaríkjanna í ráðinu segir að ekkert verði af samkomulagi í þetta skiptið en Bandaríkjamenn hafa verið í forystu um að koma á sátt á milli andstæðinga hvalveiða og þeirra sem vilja leyfa þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×