Viðskipti innlent

Forsetinn segir írskan brandara dæmi um hroka Breta

Haft er Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands að írskur brandari sé aðeins nýlegt dæmi um hroka Breta. Þetta kemur fram í blaðinu Irsh Times og vitnað er í ummælin á Reuters.

Textinn á Reuters hljóðar svo: „Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sagt að brandari sem tengir efnahagslega örðugleika lands síns við erfiðleika Írlands og gekk um í fjármálaheiminum á toppi bankakreppunnar sé „ aðeins nýlegt dæmi" um „hroka Breta."

Brandarinn sem forseti Íslands er væntanlega að vísa til er spurningin um hver sé munurinn á Íslandi og Írlandi? Svarið er: Einn stafur og sex mánuðir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×