Innlent

Fullir í sundi kærðir fyrir húsbrot

Lögreglan endaði á því að kæra mennina fyrir húsbrot.
Lögreglan endaði á því að kæra mennina fyrir húsbrot.

Þegar starfsfólk Sundhallar Selfoss komu til vinnu á sunnudagsmorguninn fann það tvo ölvaða karlmenn í sundinu. Samkvæmt dagbók lögreglunnar á Selfossi voru mennirnir uppivöðslusamir og leiðinlegir.

Starfsfólkið skoraði á mennina að yfirgefa Sundhöllina en þeir neituðu. Þá var kallað á lögregluna sem vísaði mönnunum út af svæðinu. Þeir mega að auki búast við kæru fyrir húsbrot.

Sama morgun var var karlmaður sleginn hnefahöggi í andlitið inn á skemmtistaðnum Hvíta húsinu á Selfossi.

Sá sem varð fyrir högginu óttaðist að hann hefði nefbrotnað. Honum var ráðlagt að leita til læknis og láta gera að sárum sínum.

Hafi einhver orðið vitni að árásinni sem átti sér stað um kl. 03:40 er sá beðinn að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×