FME gerði athugasemdir við starfsemi Stapa 16. júlí 2010 08:23 Fjármálaeftirlitið (FME) gerði ýmsar athugasemdir við starfsemi lífeyrissjóðsins Stapa eftir athugun á starfseminni í fyrra. FME tekur fram í umfjöllun sinni um málið á vefsíðu embættisins að rekstur sjóðsins sé þó að mestu leyti í viðunandi horfi. Framkvæmd var athugun á starfsemi Stapa lífeyrissjóðs með heimsókn og gagnaöflun 4. nóvember 2009. Í kjölfar athugunarinnar rituðu fulltrúar Fjármálaeftirlitsins skýrslu þar sem fram komu athugasemdir eftirlitsins og kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan nánar tiltekinna tímamarka. Voru drög að skýrslunni afhent sjóðnum þann 27. nóvember 2009 og honum gefið tækifæri til að koma sjónarmiðum sjóðsins og frekari upplýsingum á framfæri. Í endanlegri útgáfu skýrslunnar þann 8. mars 2010, var tekið tillit til þeirra athugasemda eftir því sem tilefni þótti til. Skýrsla innri endurskoðanda um hvernig Stapi lífeyrissjóður hefði staðið að úrbótum á þeim atriðum sem vikið var að í skýrslunni barst Fjármálaeftirlitinu 16. júní 2010. Fjármálaeftirlitið tekur fram að það telur rekstur sjóðsins að mestu leyti í viðunandi horfi. Áhættustýringin er t.a.m. vel vöktuð og umfangsmikil gagnavinnsla á sér reglulega stað. Þá fór fram gagnger endurskoðun á innra eftirliti á árunum 2008 og 2009 og telur Fjármálaeftirlitið innra eftirlit sjóðsins mjög virkt. Helstu athugasemdir sem Fjármálaeftirlitið gerði við starfsemi sjóðsins eru m.a. að Stapi hafi styrkt Starfsendurhæfingu Norðurlands og Starfsendurhæfingu Austurlands, en veiting ótilgreindra styrkja er ekki í samræmi við lög. Gerð var athugasemd við að ekki hafi legið fyrir samþykki stjórnar um þátttöku framkvæmdastjóra í atvinnurekstri í samræmi við lög, en hann er skráður eigandi í tveimur einkahlutafélögum. Gerð var athugasemd við að skráning viðskipta starfsmanna væri ekki í samræmi við verklagsreglur um verðbréfaviðskipti. Gerð var krafa um að verklagi verðbréfaviðskipta starfsmanna sjóðsins yrði breytt og verklag við skráningu aðlagað að því að formaður stjórnar og framkvæmdastjóri gætu sinnt því viðvarandi eftirliti sem þeim væri ætlað. Gerð var athugasemd við að Stapi lífeyrissjóður hafi fjárfest í íslenskum óskráðum félögum með forkaupsrétti sem er óheimilt samkvæmt löguim og framtaksfjárfestingum sem uppfylla ekki skilyrði laga. Gerð var krafa um að sjóðurinn stöðvaði þegar í stað allar frekari fjárfestingar í slíkum félögum og sjóðum sem uppfylla ekki fyrrgreind lagaskilyrði. Gerð var athugasemd við að sjóðurinn hafi í nokkrum tilvikum ekki skilað arfi til lögmætra erfingja séreignasparnaðar. Stapi lífeyrissjóður hefur nú þegar brugðist við flestum athugasemdum Fjármálaeftirlitsins með viðeigandi úrbótum. Önnur atriði eru enn í vinnslu og hefur Fjármálaeftirlitið lagt áherslu á að þeim verði komið í viðunandi horf innan skamms, að því er segir á vefsíðu FME. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) gerði ýmsar athugasemdir við starfsemi lífeyrissjóðsins Stapa eftir athugun á starfseminni í fyrra. FME tekur fram í umfjöllun sinni um málið á vefsíðu embættisins að rekstur sjóðsins sé þó að mestu leyti í viðunandi horfi. Framkvæmd var athugun á starfsemi Stapa lífeyrissjóðs með heimsókn og gagnaöflun 4. nóvember 2009. Í kjölfar athugunarinnar rituðu fulltrúar Fjármálaeftirlitsins skýrslu þar sem fram komu athugasemdir eftirlitsins og kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan nánar tiltekinna tímamarka. Voru drög að skýrslunni afhent sjóðnum þann 27. nóvember 2009 og honum gefið tækifæri til að koma sjónarmiðum sjóðsins og frekari upplýsingum á framfæri. Í endanlegri útgáfu skýrslunnar þann 8. mars 2010, var tekið tillit til þeirra athugasemda eftir því sem tilefni þótti til. Skýrsla innri endurskoðanda um hvernig Stapi lífeyrissjóður hefði staðið að úrbótum á þeim atriðum sem vikið var að í skýrslunni barst Fjármálaeftirlitinu 16. júní 2010. Fjármálaeftirlitið tekur fram að það telur rekstur sjóðsins að mestu leyti í viðunandi horfi. Áhættustýringin er t.a.m. vel vöktuð og umfangsmikil gagnavinnsla á sér reglulega stað. Þá fór fram gagnger endurskoðun á innra eftirliti á árunum 2008 og 2009 og telur Fjármálaeftirlitið innra eftirlit sjóðsins mjög virkt. Helstu athugasemdir sem Fjármálaeftirlitið gerði við starfsemi sjóðsins eru m.a. að Stapi hafi styrkt Starfsendurhæfingu Norðurlands og Starfsendurhæfingu Austurlands, en veiting ótilgreindra styrkja er ekki í samræmi við lög. Gerð var athugasemd við að ekki hafi legið fyrir samþykki stjórnar um þátttöku framkvæmdastjóra í atvinnurekstri í samræmi við lög, en hann er skráður eigandi í tveimur einkahlutafélögum. Gerð var athugasemd við að skráning viðskipta starfsmanna væri ekki í samræmi við verklagsreglur um verðbréfaviðskipti. Gerð var krafa um að verklagi verðbréfaviðskipta starfsmanna sjóðsins yrði breytt og verklag við skráningu aðlagað að því að formaður stjórnar og framkvæmdastjóri gætu sinnt því viðvarandi eftirliti sem þeim væri ætlað. Gerð var athugasemd við að Stapi lífeyrissjóður hafi fjárfest í íslenskum óskráðum félögum með forkaupsrétti sem er óheimilt samkvæmt löguim og framtaksfjárfestingum sem uppfylla ekki skilyrði laga. Gerð var krafa um að sjóðurinn stöðvaði þegar í stað allar frekari fjárfestingar í slíkum félögum og sjóðum sem uppfylla ekki fyrrgreind lagaskilyrði. Gerð var athugasemd við að sjóðurinn hafi í nokkrum tilvikum ekki skilað arfi til lögmætra erfingja séreignasparnaðar. Stapi lífeyrissjóður hefur nú þegar brugðist við flestum athugasemdum Fjármálaeftirlitsins með viðeigandi úrbótum. Önnur atriði eru enn í vinnslu og hefur Fjármálaeftirlitið lagt áherslu á að þeim verði komið í viðunandi horf innan skamms, að því er segir á vefsíðu FME.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Sjá meira