NBA í nótt: Dallas stöðvaði sigurgöngu San Antonio Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. nóvember 2010 11:18 Dirk Nowitzky og Shawn Marion í leiknum í nótt. Mynd/AP Það kom að því að San Antonio Spurs tapaði aftur leik í NBA-deildinni í körfubolta. Eftir tólf sigra í röð varð liðið að sætta sig við tap gegn Dallas í nótt, 103-94. Dirk Nowitzky fór á kostum í leiknum í nótt og gerði gæfumuninn fyrir Dallas. Hann skoraði 26 stig í leiknum, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Hann nýtti tólf af fjórtán skotum sínum í leiknum, þar af bæði þriggja stiga skotin sín. Shawn Marion og Tyson Chandler voru líka öflugir og skoruðu nítján stig hver. San Antonio byrjaði betur og Manu Ginobili skorði margar glæsilegar körfur í fyrri hálfleik. En Dallas vann sig betur inn í leikinn í þeim síðari þar sem liðin skiptust á að vera með forystu.Tony Parker var ekki sáttur við tapið.Mynd/APEn Dallas náði svo að síga fram úr á síðustu mínútum leiksins og reyndist Nowitzky drjúgur á lokasprettinum er Dallas skoraði fjórtán stig gegn aðeins tveimur frá San Antonio. Ginobili skoraði alls 31 stig í leiknum, þar af sextán strax í fyrsta leikhluta. George Hill átti góða innkomu af bekknum og skoraði 21 stig. Þetta var besta byrjun San Antonio í sögu félagsins en liðið er engu að síður enn með besta árangur allra liða í NBA-deildinni í dag - þrettán sigra og tvö töp.Boston vann Toronto, 110-101. Kevin Garnett skoraði 26 stig og tók ellefu fráköst. Shaquille O'Neal bætti við sextán stigum og níu fráköstum.Miami vann Philadelphia, 99-90. Dwyane Wade skoraði 23 stig og LeBron James 20 fyrir Miami sem hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir þennan.Kobe Bryant varð undir í baráttunni við Deron Williams í nótt.Mynd/APUtah vann LA Lakers, 102-96. Deron Williams skoraði 29 stig fyrir Utah sem lenti mest nítján stigum undir í fyrri hálfleik í nótt.Denver vann Chicago, 98-97. Carmelo Anthony tryggði Denver sigurinn með flautukörfu í lok leiksins.Orlando vann Cleveland, 111-100. Dwight Howard skoraði 23 stig og tók ellefu fráköst fyrir Orlando. Jameeer Nelson bætti við 20 stigum.Oklahoma City vann Indiana, 110-106, í framlengdum leik. Russell Westbrook skoraði 43 stig fyrir Oklahoma City.Charlotte vann Houston, 99-89. Gerald Wallace skoraði 21 stig og tók fjórtán fráköst fyrir Charlotte. Boris Diaw bætti við 20 stigum og tók tíu fráköst.New Orleans vann Portland, 97-78. Willie Green skoraði nítján stig fyrir New Orlenas og Trevor Ariza átján.Memphis vann Golden State, 116-111. Rudy Gay skoraði 25 stig fyrir Memphis og OJ Mayo 23.Phoenix vann LA Clippers, 116-108. Jason Richardson skoraði 29 stig og Hakim Warrick 25.Detroit vann Milwaukee, 103-89. Rodney Stuckey skoraði átján stig og var með sjö stoðsendingar. Richard Hamilton bætti við fimmtán stigum og níu stoðsendingum fyrir Detroit. NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Það kom að því að San Antonio Spurs tapaði aftur leik í NBA-deildinni í körfubolta. Eftir tólf sigra í röð varð liðið að sætta sig við tap gegn Dallas í nótt, 103-94. Dirk Nowitzky fór á kostum í leiknum í nótt og gerði gæfumuninn fyrir Dallas. Hann skoraði 26 stig í leiknum, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Hann nýtti tólf af fjórtán skotum sínum í leiknum, þar af bæði þriggja stiga skotin sín. Shawn Marion og Tyson Chandler voru líka öflugir og skoruðu nítján stig hver. San Antonio byrjaði betur og Manu Ginobili skorði margar glæsilegar körfur í fyrri hálfleik. En Dallas vann sig betur inn í leikinn í þeim síðari þar sem liðin skiptust á að vera með forystu.Tony Parker var ekki sáttur við tapið.Mynd/APEn Dallas náði svo að síga fram úr á síðustu mínútum leiksins og reyndist Nowitzky drjúgur á lokasprettinum er Dallas skoraði fjórtán stig gegn aðeins tveimur frá San Antonio. Ginobili skoraði alls 31 stig í leiknum, þar af sextán strax í fyrsta leikhluta. George Hill átti góða innkomu af bekknum og skoraði 21 stig. Þetta var besta byrjun San Antonio í sögu félagsins en liðið er engu að síður enn með besta árangur allra liða í NBA-deildinni í dag - þrettán sigra og tvö töp.Boston vann Toronto, 110-101. Kevin Garnett skoraði 26 stig og tók ellefu fráköst. Shaquille O'Neal bætti við sextán stigum og níu fráköstum.Miami vann Philadelphia, 99-90. Dwyane Wade skoraði 23 stig og LeBron James 20 fyrir Miami sem hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir þennan.Kobe Bryant varð undir í baráttunni við Deron Williams í nótt.Mynd/APUtah vann LA Lakers, 102-96. Deron Williams skoraði 29 stig fyrir Utah sem lenti mest nítján stigum undir í fyrri hálfleik í nótt.Denver vann Chicago, 98-97. Carmelo Anthony tryggði Denver sigurinn með flautukörfu í lok leiksins.Orlando vann Cleveland, 111-100. Dwight Howard skoraði 23 stig og tók ellefu fráköst fyrir Orlando. Jameeer Nelson bætti við 20 stigum.Oklahoma City vann Indiana, 110-106, í framlengdum leik. Russell Westbrook skoraði 43 stig fyrir Oklahoma City.Charlotte vann Houston, 99-89. Gerald Wallace skoraði 21 stig og tók fjórtán fráköst fyrir Charlotte. Boris Diaw bætti við 20 stigum og tók tíu fráköst.New Orleans vann Portland, 97-78. Willie Green skoraði nítján stig fyrir New Orlenas og Trevor Ariza átján.Memphis vann Golden State, 116-111. Rudy Gay skoraði 25 stig fyrir Memphis og OJ Mayo 23.Phoenix vann LA Clippers, 116-108. Jason Richardson skoraði 29 stig og Hakim Warrick 25.Detroit vann Milwaukee, 103-89. Rodney Stuckey skoraði átján stig og var með sjö stoðsendingar. Richard Hamilton bætti við fimmtán stigum og níu stoðsendingum fyrir Detroit.
NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira