Erlent

Enginn árangur í sjónvarpinu

Fylgst með útsendingu Viðbrögð stjórnarandstæðings. fréttablaðið/AP
Fylgst með útsendingu Viðbrögð stjórnarandstæðings. fréttablaðið/AP
Taíland, AP Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra Taílands, átti í gær fund í beinni sjónvarpsútsendingu með leiðtogum mótmælendahreyfingar sem krefjast þess að ríkisstjórn hans víki.

Engin niðurstaða fékkst á fundinum, en frekari tilraunir til sátta voru boðaðar á næstu dögum. „Krafa okkar er einföld og skýr,“ sagði Veera Muksikapong, leiðtogi mótmælenda. „Leysið upp þingið og látið fólkið kjósa á ný.“ Andrúmsloftið var stíft, en Abhisit spurði á móti hvort afsögn myndi nokkuð leysa vandann. - gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×