Innlent

Makríllinn setur strandveiðimenn í bobba

Strandveiðisjómenn eru komnir í þá klípu að mega hvorki hirða né henda þeim makríl, sem óhjákvæmilega slæðist á öngla þeirra við veiðar á öðrum tegundum. Þeir eru lögbrjótar, hvað sem þeir gera.

Heildar makrílkvótinn í ár er 130 þúsund tonn, en þar af eru þrjú þúsund tonn sérsatklega ætluð smábátum. En það er ekki sama, smábátur og smábátur, því smábátar í strandveiðikerfinu fá ekki aðild að smábátakvótanum, heldur einungis smábátar í öðrum veiðikerfum.

Töluverður makríll er genginn inn á miðin fyrir austan og sunnan land, og hans er farið að verða vart vestur af landinu líka. Sjómenn segja að hann rati óhjákvæmilega á öngla þeirra eins og annar fiskur, og að það sé aldeilis mögulegt að forðast hann við veiðarnar. Hann sé því óhjákvæmilegur meðafli.

En landi þeir markílnum, gerast þeir brotlegir þar sem þeir hafa ekki heimildir til að veiða hann, og hendi þeir honum aftur í sjóinn, til að koma flekklausir að landi, gerast þeir brotlelgir um brottkast. Yfir 500 smábátar stunda strandveiðar þannig að um töluvert magn er að tefla, en makríll þykir herramannsmatur, sem kunnugt er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×