Innlent

Sýknaður af kynferðisbroti

Karlmaður var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir kynferðisbrot gegn átta ára gamalli frænku sinni. Stúlkan er dóttir systur mannsins en það var faðir stúlkunnar sem kærði. Foreldrar stúlkunnar stóðu í skilnaði á sama tíma.

Manninum var gefið að sök að hafa berað sig fyrir framan stúlkuna, sýnt henni klám í tölvunni og beðið hana um að snerta á sér kynfærin.

Sjálfur sagði maðurinn fyrir rétti að hann hefði verið nakinn með sæng vafða utan um sig þegar hún kom í heimsókn. Sængin hefði hinsvegar dottið og stúlkan séð hann nakinn í örstutta stund.

Maðurinn neitaði hinsvegar staðfastlega að hafa beðið hana um að snerta sig. Þá sagði hann það ekki rétt að hann hefði sýnt henni klámfengið efni.

Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að ekki væru nægjanlegar sannanir fyrir hendi til þess að sakfella manninn. Framburður stúlkunnar hafi til að mynda geta samræmst framburði mannsins. Þá sagði í dómsorði að það væri sannað að maðurinn væri alltaf heima hjá sér nakinn, umvafinn sæng og í tölvunni.

Hann var því sýknaður af kynferðisbrotinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×