Innlent

Prestar fá nýtt hjónavígsluform

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson.
Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson.

Nýtt hjónavígluform, sem tekur mið af nýjum hjúskaparlögum, verður sent til presta Þjóðkirkjunnar fyrir helgi. Verkefnisstjóra Biskupsstofu er kunnugt um að samkynhneigt par verði gift strax á sunnudag þegar lögin taka gildi á alþjóðlegum baráttudegi hinsegin fólks.

Þessa stundina er verið að leggja lokahönd á nýtt hjónavígsluform. Allir prestar Þjóðkirkjunnar ættu að hafa fengið það í hendur fyrir helgina enda ekki seinna vænna þar sem það tekur gildi á sunnudag.

Nýja hjónavígsluformið tekur mið af nýjum hjúskaparlögum og verður heimilt að nota það fyrir öll pör sem biðja um hjónvígslu. Eftir sem áður gildi eldra formið sem nú þegar er í Handbók kirkjunnar.

Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir verkefnisstjóri á Biskupsstofu segir að nýtt form sé hægt að nota fyrir öll pör. Þótt gamla formið sé enn í gildi sé því ekki um að ræða tvö ólík form eftir því hvort verið sé að gefa saman karl og konu, tvær konur eða tvo karlmenn.

Nýtt hjónavígsluform verður nota til reynslu nú í sumar og því næst lagt fyrir Kirkjuþing í haust en einhverjar breytingar gætu orðið á því þar eftir því hver reynslan af því verður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×