Kostnaður við að bjarga bönkum gerir Íra brjálaða í skapinu 13. nóvember 2009 10:42 Hjúkrunarkonur, slökkviliðsmenn og þúsundir opinberra starfsmanna á Írlandi hóta nú verkfallsaðgerðum ef laun þeirra verða lækkuð til að mæta kostnaði hins opinbera við að bjarga bönkum landsins. Almenningur á Írlandi telur almennt að kostnaðurinn muni verulega íþyngja komandi kynslóð landsins. „Það ríkir ofsafengin reiði meðal venjulegs fólks sem telur að skattborgarar landsins verði blóraböggull þess sem fór úrskeiðis," segir Richard Burton talsmaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Fine Gael, í fjármálum í samtali við Reuters um málið. Talið er að landsframleiðslan á Írlandi muni dragast saman um 7,5% á þessu ári og er það mesti samdráttur hjá þróuðu landi ef Ísland er undanskilið. Sem evruland glímir Írland við einn mesta fjárlagahalla landa innan ESB og hefur sambandið gefið stjórnvöldum tíma fram að 2014 til að lagfæra þá stöðu. Stjórnvöld telja skattahækkanir óumflýjanlegar. Meirihluti stjórnar Brian Cowen forsætisráðherra og formanns Fianna Fail flokksins hefur minnkað í aukakosningum að undanförnu. Einnig eru töluverðir möguleikar taldir á því að hann missi stuðning margra þingmanna Græningja, samstarfsflokksins, og að Cowen neyðist til að efna til kosninga ef margir þingmenn Græningja hætta að styðja stjórnina í komandi mótmælum og verkföllum. Það sem liggur að baki reiði almennings er NAMA eða National Asset Management Agency sem er bankaumsýsla ríkisins og á að yfirtaka „slæma banka" landsins. Frumvarp um bankaumsýsluna er á dagskrá írska þingsins í dag og búist er við að það verði samþykkt þar. Írsk stjórnvöld ætla að eyða 54 milljörðum evra til að kaupa eitraðar eignir af bönkum landsins svo þeir verði starfhæfir á ný. Það er þessi reikningur sem skattborgarar eru á móti að þurfa að borga. Enda sé reikningurinn tilkominn vegna græðgi og ábyrgðarleysis bankanna. „Þegar þú gekkst framhjá banka eða lánastofnun hér áður fyrr var mikil hætta á að þér væri snarað þar inn fyrir og reynt að troða upp á þig láni," segir John Roche sjötugur ellilífeyrisþegi. Brian Lenihan fjármálaráðherra Írlands segir að það „slæmi bankinn" sé nauðsynlegur til þess að bjarga efnahagslífi landsins. Áætlunin hefur þegar komið í veg fyrir að þjóðnýta þurfi fleiri banka en orðið er. Evrópski Seðlabankinn er einn af bakhjörlum NAMA en með bankaumsýslunni á að auka lausafé í umferð í hagkerfinu. Hinsvegar eru horfurnar ekki góðar fyrir næsta ári því ofan á samdráttinn í ár reiknar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn með að landsframleiðslan minnki áfram um 2,5% á næsta ári. Í öllum öðrum ESB löndum er hinsvegar reiknað með að landsframleiðslan aukist á næsta ári. Svipað og á Íslandi hafa ýmis hneykslismál komið upp í sambandi við rekstur bankanna á Írlandi, einkum Anglo Irish Bank. Þar hafa leynileg lán til stjórnenda bankans komið upp á yfirborðið sem og hópur fjárfesta, kallaður „gullni hringurinn", sem gat gengið í hirslur bankans og fengið lán oft án lítilla eða engra veða. Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hjúkrunarkonur, slökkviliðsmenn og þúsundir opinberra starfsmanna á Írlandi hóta nú verkfallsaðgerðum ef laun þeirra verða lækkuð til að mæta kostnaði hins opinbera við að bjarga bönkum landsins. Almenningur á Írlandi telur almennt að kostnaðurinn muni verulega íþyngja komandi kynslóð landsins. „Það ríkir ofsafengin reiði meðal venjulegs fólks sem telur að skattborgarar landsins verði blóraböggull þess sem fór úrskeiðis," segir Richard Burton talsmaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Fine Gael, í fjármálum í samtali við Reuters um málið. Talið er að landsframleiðslan á Írlandi muni dragast saman um 7,5% á þessu ári og er það mesti samdráttur hjá þróuðu landi ef Ísland er undanskilið. Sem evruland glímir Írland við einn mesta fjárlagahalla landa innan ESB og hefur sambandið gefið stjórnvöldum tíma fram að 2014 til að lagfæra þá stöðu. Stjórnvöld telja skattahækkanir óumflýjanlegar. Meirihluti stjórnar Brian Cowen forsætisráðherra og formanns Fianna Fail flokksins hefur minnkað í aukakosningum að undanförnu. Einnig eru töluverðir möguleikar taldir á því að hann missi stuðning margra þingmanna Græningja, samstarfsflokksins, og að Cowen neyðist til að efna til kosninga ef margir þingmenn Græningja hætta að styðja stjórnina í komandi mótmælum og verkföllum. Það sem liggur að baki reiði almennings er NAMA eða National Asset Management Agency sem er bankaumsýsla ríkisins og á að yfirtaka „slæma banka" landsins. Frumvarp um bankaumsýsluna er á dagskrá írska þingsins í dag og búist er við að það verði samþykkt þar. Írsk stjórnvöld ætla að eyða 54 milljörðum evra til að kaupa eitraðar eignir af bönkum landsins svo þeir verði starfhæfir á ný. Það er þessi reikningur sem skattborgarar eru á móti að þurfa að borga. Enda sé reikningurinn tilkominn vegna græðgi og ábyrgðarleysis bankanna. „Þegar þú gekkst framhjá banka eða lánastofnun hér áður fyrr var mikil hætta á að þér væri snarað þar inn fyrir og reynt að troða upp á þig láni," segir John Roche sjötugur ellilífeyrisþegi. Brian Lenihan fjármálaráðherra Írlands segir að það „slæmi bankinn" sé nauðsynlegur til þess að bjarga efnahagslífi landsins. Áætlunin hefur þegar komið í veg fyrir að þjóðnýta þurfi fleiri banka en orðið er. Evrópski Seðlabankinn er einn af bakhjörlum NAMA en með bankaumsýslunni á að auka lausafé í umferð í hagkerfinu. Hinsvegar eru horfurnar ekki góðar fyrir næsta ári því ofan á samdráttinn í ár reiknar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn með að landsframleiðslan minnki áfram um 2,5% á næsta ári. Í öllum öðrum ESB löndum er hinsvegar reiknað með að landsframleiðslan aukist á næsta ári. Svipað og á Íslandi hafa ýmis hneykslismál komið upp í sambandi við rekstur bankanna á Írlandi, einkum Anglo Irish Bank. Þar hafa leynileg lán til stjórnenda bankans komið upp á yfirborðið sem og hópur fjárfesta, kallaður „gullni hringurinn", sem gat gengið í hirslur bankans og fengið lán oft án lítilla eða engra veða.
Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira