Á að slökkva á garðyrkjunni? Bjarni Jónsson skrifar 15. október 2009 06:00 Á þessu ári hefur rafmagnskostnaður garðyrkjunnar aukist um 30%! Afleiðingar láta heldur ekki á sér standa en fyrstu 8 mánuði ársins hefur raforkunotkun í garðyrkju minnkað um 8% og bara í maí um heil 25%! Þetta er í fyrsta skipti síðan raflýsing hófst í garðyrkju árið 1990 að notkun hefur minnkað, sem hefur leitt til minni framleiðslu. Það leiðir af sér aukna eftirspurn eftir erlendu grænmeti sem kostar okkur dýrmætan gjaldeyri. Aðeins um forsögu þessa máls. Ríkið hefur niðurgreitt dreifingu rafmagns frá árinu 2005. Í vetur ákvað það að spara sér 39 milljónir króna með því að skerða niðurgreiðslur, sem leiddi til þess að garðyrkjubændur tóku á sig stærri hluta dreifikostnaðar.Hvað ber að gera?Garðyrkjubændur hafa óskað eftir því við stjórnvöld að gripið verði til tiltekinna ráðstafana. Í fyrsta lagi að garðyrkjan eigi kost á hagkvæmu rafmagni og að útbúinn verði sérstakur taxti garðyrkjunnar. Í öðru lagi að skilgreiningu á þéttbýli verði breytt þannig að allar garðyrkjustöðvar verði skilgreindar sem þéttbýlisstaðir.Í dag er taxti garðyrkju í dreifbýli hærri en taxti heimila í þéttbýli (ekki tekið tillit til niðurgreiðslu). Garðyrkjubændur telja að atvinnugrein sem kaupir gríðarlegt magn af rafmagni eigi að njóta þess í verði. RARIK, sem hefur einkaleyfi til dreifingar rafmagns, hefur ekki léð máls á slíkri útfærslu og þar við situr. Í staðinn hækkaði verðskrá RARIK um 15% hinn 1. janúar síðastliðinn og síðan aftur um 5% hinn 1. ágúst. Allt til þess að fylgja neysluverðsvísitölu! Það þýðir að hækki innflutt epli, skór eða morgunkorn þá hækkar rafmagnskostnaður garðyrkjubænda! Á sama tíma hafa aðföng garðyrkjunnar hækkað á milli 100 og 200%.Þær garðyrkjustöðvar sem eru á skilgreindum dreifbýlisstöðum greiða töluvert hærra en þær sem eru í þéttbýli. Skýringa á því er að leita í reglugerð nr. 1040/2005 um framkvæmd raforkulaga en þar segir að viðmið á mörkum dreifbýlis og þéttbýlis séu við 200 íbúa. Garðyrkjubændur hafa bent á að rangt sé að miða við íbúafjölda heldur sé réttlátara að miða við orkumagn í þessu sambandi.Garðyrkjubændur hafa reiknað út svokallað íbúajafngildi raforkunotkunar sinnar. Með því er orkunotkun garðyrkjustöðva samanburðarhæf við notkun heimila. Meðal orkunotkun garðyrkjustöðva er samkvæmt útreikningum jafn mikil og notkun 1.175 íbúa. Stærsta garðyrkjustöðin notar jafnmikið rafmagn og 3.452 íbúar, eða gott betur en íbúar Þorlákshafnar, Eyrarbakka, Stokkseyrar og Flúða samanlagt (samtals 2.999 íbúar). Til samanburðar eru íbúar Ísafjarðar 2.704 og íbúar á Seltjarnarnesi 4.454!Á Laugalandi í Borgarfirði er rekin öflug garðyrkjustöð. Orkunotkun hennar jafngildir notkun 1.959 íbúa. Íbúar Borgarness eru 1.960. Munurinn er sá að garðyrkjustöðin er í dreifbýli og því er taxti hennar hærri en íbúa Borgarness sem nota jafn mikið rafmagn. Á Bifröst, sem einnig er skilgreint sem þéttbýli, eru skráðir 257 íbúar. Taxti þeirra er lægri en hinum megin við ána. Svari því hver fyrir sig hvort það sé réttlátt!Hver er lausnin?Það er ljóst að lausnin er pólitísk. Iðnaðarráðherra þarf að taka ákvörðun um að koma til móts við ofangreindar óskir og breyta m.a. reglugerð. Að sjálfsögðu er til í stöðunni að hreinlega láta vera að koma til móts við garðyrkjubændur. Áður en slík ákvörðun er tekin er rétt að stjórnvöld átti sig á kostnaðinum.Hann verður í formi minni atvinnusköpunar, minni framleiðslu á heilnæmu íslensku grænmeti, lægri tekna orkufyrirtækja og minni skatttekna sveitarfélaga. Hann er einnig falinn í auknu útstreymi gjaldeyris, hærri framlögum til atvinnuleysisbóta og auknum kostnaði sveitarfélaga.Síðari kosturinn getur leitt til rekstrarerfiðleika í garðyrkjunni auk stöðnunar og engrar framþróunar. Hinn leiðir til áframhaldandi mikils framboðs á hollu, fersku og næringarríku grænmeti. Þetta eru tveir skýrir valkostir. Ég tel mig vita hvað neytendur vilja en því miður vita stjórnvöld ekki hvað þau vilja. Ég spyr því: Á kannski að slökkva á garðyrkjunni?Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Á þessu ári hefur rafmagnskostnaður garðyrkjunnar aukist um 30%! Afleiðingar láta heldur ekki á sér standa en fyrstu 8 mánuði ársins hefur raforkunotkun í garðyrkju minnkað um 8% og bara í maí um heil 25%! Þetta er í fyrsta skipti síðan raflýsing hófst í garðyrkju árið 1990 að notkun hefur minnkað, sem hefur leitt til minni framleiðslu. Það leiðir af sér aukna eftirspurn eftir erlendu grænmeti sem kostar okkur dýrmætan gjaldeyri. Aðeins um forsögu þessa máls. Ríkið hefur niðurgreitt dreifingu rafmagns frá árinu 2005. Í vetur ákvað það að spara sér 39 milljónir króna með því að skerða niðurgreiðslur, sem leiddi til þess að garðyrkjubændur tóku á sig stærri hluta dreifikostnaðar.Hvað ber að gera?Garðyrkjubændur hafa óskað eftir því við stjórnvöld að gripið verði til tiltekinna ráðstafana. Í fyrsta lagi að garðyrkjan eigi kost á hagkvæmu rafmagni og að útbúinn verði sérstakur taxti garðyrkjunnar. Í öðru lagi að skilgreiningu á þéttbýli verði breytt þannig að allar garðyrkjustöðvar verði skilgreindar sem þéttbýlisstaðir.Í dag er taxti garðyrkju í dreifbýli hærri en taxti heimila í þéttbýli (ekki tekið tillit til niðurgreiðslu). Garðyrkjubændur telja að atvinnugrein sem kaupir gríðarlegt magn af rafmagni eigi að njóta þess í verði. RARIK, sem hefur einkaleyfi til dreifingar rafmagns, hefur ekki léð máls á slíkri útfærslu og þar við situr. Í staðinn hækkaði verðskrá RARIK um 15% hinn 1. janúar síðastliðinn og síðan aftur um 5% hinn 1. ágúst. Allt til þess að fylgja neysluverðsvísitölu! Það þýðir að hækki innflutt epli, skór eða morgunkorn þá hækkar rafmagnskostnaður garðyrkjubænda! Á sama tíma hafa aðföng garðyrkjunnar hækkað á milli 100 og 200%.Þær garðyrkjustöðvar sem eru á skilgreindum dreifbýlisstöðum greiða töluvert hærra en þær sem eru í þéttbýli. Skýringa á því er að leita í reglugerð nr. 1040/2005 um framkvæmd raforkulaga en þar segir að viðmið á mörkum dreifbýlis og þéttbýlis séu við 200 íbúa. Garðyrkjubændur hafa bent á að rangt sé að miða við íbúafjölda heldur sé réttlátara að miða við orkumagn í þessu sambandi.Garðyrkjubændur hafa reiknað út svokallað íbúajafngildi raforkunotkunar sinnar. Með því er orkunotkun garðyrkjustöðva samanburðarhæf við notkun heimila. Meðal orkunotkun garðyrkjustöðva er samkvæmt útreikningum jafn mikil og notkun 1.175 íbúa. Stærsta garðyrkjustöðin notar jafnmikið rafmagn og 3.452 íbúar, eða gott betur en íbúar Þorlákshafnar, Eyrarbakka, Stokkseyrar og Flúða samanlagt (samtals 2.999 íbúar). Til samanburðar eru íbúar Ísafjarðar 2.704 og íbúar á Seltjarnarnesi 4.454!Á Laugalandi í Borgarfirði er rekin öflug garðyrkjustöð. Orkunotkun hennar jafngildir notkun 1.959 íbúa. Íbúar Borgarness eru 1.960. Munurinn er sá að garðyrkjustöðin er í dreifbýli og því er taxti hennar hærri en íbúa Borgarness sem nota jafn mikið rafmagn. Á Bifröst, sem einnig er skilgreint sem þéttbýli, eru skráðir 257 íbúar. Taxti þeirra er lægri en hinum megin við ána. Svari því hver fyrir sig hvort það sé réttlátt!Hver er lausnin?Það er ljóst að lausnin er pólitísk. Iðnaðarráðherra þarf að taka ákvörðun um að koma til móts við ofangreindar óskir og breyta m.a. reglugerð. Að sjálfsögðu er til í stöðunni að hreinlega láta vera að koma til móts við garðyrkjubændur. Áður en slík ákvörðun er tekin er rétt að stjórnvöld átti sig á kostnaðinum.Hann verður í formi minni atvinnusköpunar, minni framleiðslu á heilnæmu íslensku grænmeti, lægri tekna orkufyrirtækja og minni skatttekna sveitarfélaga. Hann er einnig falinn í auknu útstreymi gjaldeyris, hærri framlögum til atvinnuleysisbóta og auknum kostnaði sveitarfélaga.Síðari kosturinn getur leitt til rekstrarerfiðleika í garðyrkjunni auk stöðnunar og engrar framþróunar. Hinn leiðir til áframhaldandi mikils framboðs á hollu, fersku og næringarríku grænmeti. Þetta eru tveir skýrir valkostir. Ég tel mig vita hvað neytendur vilja en því miður vita stjórnvöld ekki hvað þau vilja. Ég spyr því: Á kannski að slökkva á garðyrkjunni?Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar