Innlent

Lömbin fá nafn

Sauðburður Ungur gestur með lömbin sem fæddust í gær.
Sauðburður Ungur gestur með lömbin sem fæddust í gær.

Sex lömb höfðu bæst í hóp dýra í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í gær en sauðburður hófst í garðinum í fyrradag.

Gestum garðsins hlotnaðist sá heiður að nefna fyrstu fjögur lömbin sem heita Sara, Ella, Embla og Tekla. Lömbin tvö frá í gær fá væntanlega nöfn fljótlega.

Alls eru níu ær í garðinum og útlit fyrir enn frekari fjölgun í vikunni. - sbt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×