Erlent

Blaðamenn neita að hlýða stjórnvöldum

Fjölmiðlum bannað að segja frá hryðjuverkum í dag.
fréttablaðið/AP
Fjölmiðlum bannað að segja frá hryðjuverkum í dag. fréttablaðið/AP

Afganskir blaða- og fréttamenn neita að verða við fyrirmælum stjórnvalda um að skýra ekki frá ofbeldisverkum frá klukkan sex að morgni til fimm síðdegis í dag, þegar gengið er til forsetakosninga í landinu.

Stjórnvöld óttast að fréttir af hryðjuverkum á kjördag fæli kjósendur frá því að fara á kjörstað.

Lögreglan hefur síðustu daga hrakið fréttamenn frá vettvangi slíkra atburða.

Talibanahreyfingin hefur eflt til muna árásir sínar undanfarna daga og hefur sagt markmið sitt vera að trufla framkvæmd kosninganna eftir megni.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×