Viðskipti innlent

Orkuveitan segist geta staðið við skuldbindingar

Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Hjörleifur Kvaran, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Morgunblaðsins þar sem fullyrt var að fyrirtækið gæti lent í greiðslufalli. Í tilkynningunni segir Hjörleifur Orkuveitu Reykjavíkur gta fyllilega staðið undir skuldbindingum sínum.

Rætt var við Hjörleif sjálfan í viðtali Morgunblaðsins og þar var hann spurður hvort möguleiki væri á greiðslufalli ef krónan veiktist meira. Því svaraði hann til að krónan mætti ekki veikjast mikið meira.

Skuldir fyrirtæksins eru 227 milljarðar, að mestu í erlendri mynt.

Lesa má tilkynninguna í heild sinni hér fyrir neðan:

Í tilefni fréttar Morgunblaðsins í morgun vill Orkuveita Reykjavíkur árétta að fyrirtækið er fullkomlega fært um standa við skuldbindingar sínar gagnvart erlendum og innlendum lánveitendum. Stöðugar tekjur þess í íslenskri mynt og stöðugt vaxandi tekjur í erlendum gjaldeyri gera því fyllilega kleyft að greiða afborganir og vexti af lánum fyrirtækisins, hvort sem þau eru í erlendum gjaldmiðlum eða íslenskum krónum.

Mikilvægt er að horfa til greiðsluflæðis OR þegar lagt er mat á greiðslugetu fyrirtækisins og þeirrar staðreyndar að 20% af tekjum Orkuveitu Reykjavíkur eru í erlendri mynt. Erlendar tekjur OR eru frá langtíma raforkusölusamningum og því er áhætta vegna þeirra óveruleg. Þrátt fyrir að gengi íslensku krónunnar félli um tugi prósenta standa hinar erlendu tekjur undir skuldbindingum fyrirtækisins í erlendum gjaldmiðlum. Slíkt myndi þó vissulega hafa neikvæð áhrif á eiginfjárstöðu OR og afl fyrirtækisins til framkvæmda.

Við hrun íslenska efnahagskerfisins síðasta haust ákvað stjórn fyrirtækisins að ljúka framkvæmdum við 5. áfanga Hellisheiðarvirkjunar þar sem samningar um sölu raforkunnar voru frágengnir og tekjur af fjárfestingunni tryggðar. Gert er ráð fyrir að þessi áfangi verði gangsettur í árslok 2011 og kemur hann til með að skila OR um þriggja milljarða króna tekjum á ári í erlendri mynt.

Jafnframt hefur fyrirtækið unnið áfram að fráveituframkvæmdum á Vesturlandi sem eru mikil umhverfisbót fyrir þann landshluta. Framkvæmdir OR á yfirstandandi ári hafa numið um 19 milljörðum króna og áætlaðar lántökur vegna þeirra um 17 milljarðar. Unnið er að frágangi á láni frá Evrópska fjárfestingabankanum vegna þessara framkvæmda og skuldabréfaútboði á innlendum markaði. Fjárfestingar næsta árs eru áætlaðar um 18 milljarðar króna vegna þessarar mannaflsfreku uppbyggingarverkefna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
3,42
21
135.663
SIMINN
1,67
12
209.936
VIS
0,93
1
21
KVIKA
0,73
11
160.379
REITIR
0,62
3
124.775

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,75
3
23.760
ORIGO
-0,74
5
7.394
SKEL
-0,71
2
2.562
BRIM
-0,68
4
1.547
REGINN
-0,68
1
17.161
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.