Enski boltinn

Áhyggjur af Agbonlahor

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gabriel Agbonlahor, til vinstri.
Gabriel Agbonlahor, til vinstri. Nordic Photos / Getty Images
Svo gæti farið að Gabriel Agbonlahor verði frá í einhvern tíma eftir að hann meiddist aftan í læri í leik Aston Villa gegn Everton í gær.

Agbonlahor var tæpur fyrir leikinn, sem lauk með 3-3 jafntefli, og þurfti að fara af velli vegna meiðslanna. Hann mun fara í myndatöku í dag og því frekari fregna að vænta.

Hann sagðist ekki vita hversu lengi hann yrði frá.

„Ég var aumur í leiknum en ég fór út af velli því ég vildi ekki gera illt verra.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×