Viðskipti innlent

Alþjóðlegur hópur fjárfesta íhugar að bjóða 100 milljónir punda í West Ham

West Ham.
West Ham.

Alþjóðlegur hópur fjárfesta sem er leiddur af Bandaríkjamanninum Jim Bowe hefur staðið í samningaviðræðum um kaup á West Ham síðan á föstudaginn. Fótboltafélagið var í eigu Björgólfs Guðmundssonar áður en hann varð gjaldþrota. CB Holdings, félag í eigu Straums, tók félagið yfir og rekur það í dag.

Samkvæmt fréttasíðunni News of the World þá hefur hópurinn boðið 100 milljón pund í félagið.

Jim Bowe er mjög farsæll viðskiptamaður en hann var sérstaklega fenginn til þess að sjá um samningaviðræðurnar við Andrew Bernhardt, stjórnarformann CB Holdings.

Samningaviðræður standa enn yfir og óljóst hvað úr verður en West Ham er gríðarlega skuldsett félag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×