Heimsmarkaðsverð á gulli heldur áfram að hækka 16. nóvember 2009 08:24 Heimsmarkaðsverð á gulli heldur áfram að hækka og slær nýtt verðmet nær daglega þessa stundina. Í morgun var verðið komið í tæpa 1.130 dollara á únsuna og hefur aldrei verið hærra í sögunni.„Fjárfestar finna skjól í gullinu og ég tel að það muni hækka í 1.300 dollara á únsuna," segir Wallace Ng aðalmiðlari hjá Fortis Bank í samtali við Bloomberg. „Þegar maður sér þróunina í dollaranum er þetta sanngjarnt mat."Fjárfestar telja að dollarinn muni halda áfram að lækka og því sækja þeir í gull samhliða öðrum hrávörum. Olía til afhendingar í desember hækkaði um 1,4% í New York og stendur í 77,4 dollurum en Brent olían hækkar um 1,2% og stendur í 77,2 dollurum.Á London Metal Exchange eru allar tölur í grænu fyrir utan ál sem fellur um rúma 10 dollara frá því á föstudag og er í 1.936 dollurum á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka saminga. Miklar sveiflur hafa verið á álverðinu undanfarnar vikur en það fór yfir 2.000 dollara á tonnið fyrir tíu dögum síðan.Af öðrum málmum má nefna að kopar hefur hækkað um 2,6% í morgun og nikkel um 3,7%. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á gulli heldur áfram að hækka og slær nýtt verðmet nær daglega þessa stundina. Í morgun var verðið komið í tæpa 1.130 dollara á únsuna og hefur aldrei verið hærra í sögunni.„Fjárfestar finna skjól í gullinu og ég tel að það muni hækka í 1.300 dollara á únsuna," segir Wallace Ng aðalmiðlari hjá Fortis Bank í samtali við Bloomberg. „Þegar maður sér þróunina í dollaranum er þetta sanngjarnt mat."Fjárfestar telja að dollarinn muni halda áfram að lækka og því sækja þeir í gull samhliða öðrum hrávörum. Olía til afhendingar í desember hækkaði um 1,4% í New York og stendur í 77,4 dollurum en Brent olían hækkar um 1,2% og stendur í 77,2 dollurum.Á London Metal Exchange eru allar tölur í grænu fyrir utan ál sem fellur um rúma 10 dollara frá því á föstudag og er í 1.936 dollurum á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka saminga. Miklar sveiflur hafa verið á álverðinu undanfarnar vikur en það fór yfir 2.000 dollara á tonnið fyrir tíu dögum síðan.Af öðrum málmum má nefna að kopar hefur hækkað um 2,6% í morgun og nikkel um 3,7%.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira