Enski boltinn

Bíllinn hirtur af próflausum Tevez

Tevez er próflaus
Tevez er próflaus NordicPhotos/GettyImages

Carlos Tevez varð í gær að sjá á eftir 23 milljón króna Bentley bifreið sinni í hendur lögreglu eftir að í ljós kom að hann er ekki með tilskilin ökuréttindi á Englandi.

Tevez var stöðvaður af lögreglu fyrir utan æfingasvæði Manchester United í gær þar sem laganna vörðum þóttu skyggðar rúður í hvíta sportbílnum hans full dökkar.

Í ljós kom að rúðurnar voru dekkri en leyfilegt er, en þegar Tevez var svo rukkaður um ökuskírteini kom í ljós að hann er ekki með fullgilt ökuleyfi á Englandi.

Lögregla lagði því hald á bílinn og ljóst að hinn 25 ára gamli framherji verður að húkka far á æfingar á næstunni.

Þetta er önnur uppákoman á stuttum tíma sem viðkemur bílaflota United-manna, en ekki er langt síðan Cristiano Ronaldo klessukeyrði sportbíl sinn skammt frá æfingasvæði félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×