Erlent

Enn dælt fé í efnahagslífið

Ben Bernanke
Ben Bernanke

Evrópski seðlabankinn og Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, ákváðu báðir að halda stýrivöxtum óbreyttum í gær. Á sama tíma héldu þeir áfram að dæla fjármagni inn í hagkerfið með ýmsu móti, svo sem til að liðka fyrir útlánavexti.

Stýrivextir á evrusvæðinu standa í einu prósenti. Vextir Englandsbanka eru hálft prósent.

Þetta er í samræmi við væntingar en bandaríski seðlabankinn hélt óbreyttu vaxtastigi í fyrradag. Stýrivextir í Bandaríkjunum eru á bilinu núll til 0,25 prósent. Ben Bernanke seðlabankastjóri sagði vexti verða lága áfram um óákveðinn tíma þrátt fyrir fremur jákvæð teikn í efnahagslífinu, að sögn Bloomberg. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×