Innlent

Umfjöllun ABC um Ísland

Merki fréttastofu ABC
Merki fréttastofu ABC

Eins og Vísir greindi frá í gær hafði ABC sjónvarpsstöðin íslensku útrásina til umfjöllunar í þætti sínum 20/20 þá um kvöldið. Nú er umfjöllunin komin á netið og kennir ýmissa grasa.

Í myndbrotinu, sem ber yfirskriftina New Normal: Iceland Goes Back to Fishing Roots, sést meðal annars rætt við Geir H. Haarde, Ólaf Arnarson, höfund bókarinnar Sofandi að feigðarósi og Bubba Morthens. Þá er rætt við hjónin Ingu Pétursdóttur og Einar Baldursson sem lentu í miklum fjárhagsörðugleikum í kjölfar þess að íslenska bólan sprakk.

Er þá ekki minnst á skopteiknimynd sem útbúin hefur verið til útskýringar hruninu á Íslandi.

Myndbrotið má sjá hér.








Tengdar fréttir

ABC News: Hvernig íslensku útrásarvíkingarnir strönduðu

Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC mun fjalla ítarlega í kvöld um það hvernig íslensku útrásarvíkingarnir sigldu í strand. Umfjöllunin verður í hinum þekkta fréttaþætti „20/20" og þar verður m.a. rætt við Ólaf Arnarson höfund bókarinnar „Sofandi að feigðarósi" og Bubba Morthens.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×