Innlent

Fimmtán mánaða fangelsi fyrir að slá mann með hamri og stela

Þrítugur karlmaður, Agnar Davíð Stefánsson, var dæmdur í 15 mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Agnar var dæmdur fyrir margítrekuð þjófnaðar- og umferðarlagabrot auk þess sem hann var dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Þá sló hann karlmann í höfuðið með hamri í heimahúsi í Reykjavík með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð aftan á hnakka. Agnar hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 8.apríl en það kemur til frádráttar refsingar.

Agnar framdi alls ellefu þjófnaðar og umferðarlagabrot frá 24.janúar til 7.apríl á þessu ári. Meðal annars stal hann bifreiðum og ók þeim inn í verslanir að næturlagi og rændi þaðan ýmsum varningi.

Skaðabótamáli verslana sem urðu fyrir barðinu á Agnari var vísað frá dómi en hann var einnig sviptur ökurétti í fjóra mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×