Viðskipti innlent

Húsnæðisliðurinn kom öllum á óvart í verðbólguspám

Stóra frávikið í spá greiningar Kaupþings um verðbólguna í maí lá í húsnæðisverðinu sem hækkaði vísitöluna um 0,14% í stað þess að lækka hana um 0,2% eins og greiningin gerði ráð fyrir. Hinsvegar komst greiningin næst því að spá rétt um verðbólgumælinguna.

Því olli fasteignaliðurinn 0,34% meiri hækkun vísitölu neysluverðs en ef húsnæðisspá greiningarinnar hefði gengið eftir.

Í Markaðspunktum greiningarinnar segir að vísitala íbúðaverðs frá Fasteignaskrá gaf til kynna nokkra fasteignaverðslækkun en svo virðist sem útreikningar á áhrifum makaskipta skipti meira máli um þessar mundir en venjulegar vísbendingar um verðþróun húsnæðis.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,13% í maí sem er langt umfram spár greiningaraðila. Greiningardeild Kaupþings spáði 0,6% hækkun vísitölunnar og þar með ársverðbólgu upp á 11,1% en spár helstu greiningaraðila voru á bilinu 0,2-0,6%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×