Sport

Ramzi búinn að missa Ólympíugullið sitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rashid Ramzi fagnar sigri í Peking.
Rashid Ramzi fagnar sigri í Peking. Mynd/AFP
Rashid Ramzi var þjóðarhetja í Bahrein þegar hann vann fyrsta Ólympíugull þjóðar sinna á Ólympíuleikunum í Peking á síðasta ári. Ramzi vann þá sigur í 1500 metra hlaupi en nú er komið í ljós að hann féll á lyfjaprófi.

Alþjóða Ólympíunefndin hefur í kjölfarið tekið gullið af Ramzi og það fer þess í stað til Keníamannsins Asbel Kipruto Kiprop sem varð annar í hlaupinu. Nicolas Willis frá Nýja-Sjálandi fær silfur í stað brons og Mehdi Baala frá Frakklandi fær brons.

Það hafa nú alls fjórir verðlaunahafar á leikunum misst verðlaun sín vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. Hinir eru ítalski hjólreiðamaðurinn Davide Rebellin (silfur), úkraínska sjöþrautarkonan Lyudmila Blonska (silfur) og norður-kóreski skotmaðurinn Kim Jong Su (silfur og brons).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×