Innlent

Grunaður um akstur undir áhrifum nokkurra efna

Tveir ökumenn voru teknir úr umferð í nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna, annar í Reykjavík og hinn á Selfossi. Skimun bendir til þess að sá síðari hafi neytt nokkurra tegunda fíkniefna. Leifar af fíkniefnum geta greinst í blóði mörgum dögum eftir að þeirra var neytt og dæmi eru um að ökumenn komi af fjöllum þegar í ljós kemur að slíkt finnst í blóði þeirra, þar sem áhrifa af neyslunni var hætt að gæta fyrir mörgum dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×