Viðskipti innlent

Hlutabréf í Tottenham trygging fyrir láni hjá Kaupþingi

Stjórnarformaðurinn Daniel Levy.
Stjórnarformaðurinn Daniel Levy.

Hlutabréf í enska knattspyrnuliðinu Tottenham Hotspur voru notuð sem veð fyrir láni sem eigendur félagsins tóku hjá Kaupþingi að því er fram kemur í lánayfirliti bankans sem lekið var á netið.

Stjórnarformaðurinn Daniel Levy og milljarðamæringurinn Joe Lewis tóku rúmar 68 milljónir punda að láni hjá Kaupþingi í gegnum fjárfestingafélagið Enic þegar þeir juku við eignarhlut sinn í liðinu fyrir tveimur árum síðan. Breska blaðið the London evening Standard fjallar um málið í dag og vitnar blaðið í lánayfirlitið sem lekið var á síðuna Wikileaks.org eins og frægt er orðið.

Kaupþing tók hlutabréf að andvirði 89 milljóna evra í hinu fornfræga fótboltaliði sem tryggingu gegn láninu. Í lánayfirlitinu er áhættan af láninu metin lítil en þó höfðu Kaupþingsmenn áhyggjur af því að erfitt gæti verið fyrir bankann að losna við eignarhlutinn í liðinu þar sem þá þyrfti að finna aðila sem hefði áhuga á að eiga Tottenham.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×